Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2024 10:45 Starfsmaður í verksmiðju SAIC Maxus í Kína. ESB gæti lagt allt að sjö prósent toll á Teslur sem eru framleiddar í Kína og 34,3 prósent á SAIC og aðra framleiðendur sem ESB telur ósamvinnuþýða í rannsókn á ríkisstuðningi við framleiðsluna. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við. Tíu aðildarríki Evrópusambandsins greiddu atkvæði með tollunum í atkvæðagreiðslu í dag, fimm á móti og tólf sátu hjá. Fimmtán ríki með 65 prósent íbúa Evrópusambandsins hefðu þurft að greiða atkvæða á móti tillögu framkvæmdastjórnarinnar til þess að fella hana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum en það er stærsti bílaframleiðandi og hagkerfi álfunnar. Þarlendir bílaframleiðendur telja tollana áfall fyrir evrópska bílaiðnaðinn og að samkomulag yrði að nást við kínversk stjórnvöld til þess að afstýra viðskiptastríði. Tollarnir tengjast rannsókn Evrópusambandsins á því sem það telur ósanngjarnar niðurgreiðslur kínverskra stjórnvalda á rafbílaframleiðslu. Kínversk stjórnvöld hófu sína eigin rannsókn á innflutningi á áfengi, mjólkurvörum og svínakjöti frá Evrópusambandinu fyrr á þessu ári og er hún talin svar við evrópsku rannsókninni. Framkvæmdastjórnin segir að umframframleiðsla á rafbílum í Kína sé um þrjár milljónir bíla á ári, meira en tvöfaldur rafbílamarkaðurinn í Evrópu. Álfan sé augljósasti áfangastaður þeirra í ljósi þess að Bandaríkin og Kanada leggja hundrað prósent toll á kínverska rafbíla. Viðræður við kínversk stjórnvöld eiga þó að halda áfram. Framkvæmdastjórnin segist opin fyrir öðrum möguleikum en tollum, til dæmis lágmarksverði á innfluttum bílum og innflutningskvótum. Vistvænir bílar Evrópusambandið Kína Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tíu aðildarríki Evrópusambandsins greiddu atkvæði með tollunum í atkvæðagreiðslu í dag, fimm á móti og tólf sátu hjá. Fimmtán ríki með 65 prósent íbúa Evrópusambandsins hefðu þurft að greiða atkvæða á móti tillögu framkvæmdastjórnarinnar til þess að fella hana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum en það er stærsti bílaframleiðandi og hagkerfi álfunnar. Þarlendir bílaframleiðendur telja tollana áfall fyrir evrópska bílaiðnaðinn og að samkomulag yrði að nást við kínversk stjórnvöld til þess að afstýra viðskiptastríði. Tollarnir tengjast rannsókn Evrópusambandsins á því sem það telur ósanngjarnar niðurgreiðslur kínverskra stjórnvalda á rafbílaframleiðslu. Kínversk stjórnvöld hófu sína eigin rannsókn á innflutningi á áfengi, mjólkurvörum og svínakjöti frá Evrópusambandinu fyrr á þessu ári og er hún talin svar við evrópsku rannsókninni. Framkvæmdastjórnin segir að umframframleiðsla á rafbílum í Kína sé um þrjár milljónir bíla á ári, meira en tvöfaldur rafbílamarkaðurinn í Evrópu. Álfan sé augljósasti áfangastaður þeirra í ljósi þess að Bandaríkin og Kanada leggja hundrað prósent toll á kínverska rafbíla. Viðræður við kínversk stjórnvöld eiga þó að halda áfram. Framkvæmdastjórnin segist opin fyrir öðrum möguleikum en tollum, til dæmis lágmarksverði á innfluttum bílum og innflutningskvótum.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Kína Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira