Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson átti erfiða byrjun með írska landsliðinu í síðasta mánuði þegar það tapaði gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli. Nú bíða leikir við Finnland og Grikkland. Getty/Tim Clayton Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn