Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 10:31 Gunnlaugur Árni Sveinsson, sem er 18 ára gamall, varð í 5. sæti á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í sumar. seth@golf.is Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG átti frábæran hring í gær og er efstur á einu virtasta háskólamóti Bandaríkjanna í golfi. Gunnlaugur Árni er á sínu fyrsta ári í Louisiana State háskólanum og því að taka sín fyrstu skref í bandaríska háskólagolfinu. Það kemur ekki í veg fyrir að hann sé efstur á Blessings Collegiate Invitational, þar sem hundrað kylfingar úr tíu háskólum keppa og þar af margir af bestu kylfingum háskólagolfsins. „HANN ER NÝNEMI!“ segir Golf Channel á Twitter-síðu sinni og sýnir myndband af fallegu pútti Gunnlaugs Árna fyrir fugli á átjándu flöt. HE'S A FRESHMAN! LSU's Árni Sveinsson shoots 5-under for the day, and leads entering the final round of the Blessings Collegiate Invitational. pic.twitter.com/zmhkcGEIWA— Golf Channel (@GolfChannel) October 1, 2024 Gunnlaugur Árni lék á -5 höggum í gær og er samtals á -6 höggum eftir tvo hringi af þremur. Hann er með þriggja högga forskot á næsta mann í einstaklingskeppninni. Frammistaða Gunnlaugs Árna veldur því einnig að LSU er efstur skólanna tíu í liðakeppni karla, á samtals +6 höggum, með tveggja högga forskot á Mississippi State. Mjög öruggur allan tímann Hver skóli er með tíu manna lið; fimm manna lið karla og fimm manna lið kvenna, og eru veitt verðlaun fyrir sigur í liðakeppnunum þremur og einstaklingskeppnum. Leikið er í Arkansas, þar sem að Arkansas Razorbacks unnu mótið í fyrra í öllum flokkum. Gunnlaugur Árni fékk sex fugla í gær, þrjá á fyrri níu holunum og þrjá á seinni. Eini skollinn hans kom á 14. holu. „Þetta var bara mjög öruggt frá fyrsta teighöggi fram að lokapúttinu. Ég man í raun bara eftir einum eða tvennum mistökum, og þetta var bara mjög örugg frammistaða.“ Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gunnlaugur Árni er á sínu fyrsta ári í Louisiana State háskólanum og því að taka sín fyrstu skref í bandaríska háskólagolfinu. Það kemur ekki í veg fyrir að hann sé efstur á Blessings Collegiate Invitational, þar sem hundrað kylfingar úr tíu háskólum keppa og þar af margir af bestu kylfingum háskólagolfsins. „HANN ER NÝNEMI!“ segir Golf Channel á Twitter-síðu sinni og sýnir myndband af fallegu pútti Gunnlaugs Árna fyrir fugli á átjándu flöt. HE'S A FRESHMAN! LSU's Árni Sveinsson shoots 5-under for the day, and leads entering the final round of the Blessings Collegiate Invitational. pic.twitter.com/zmhkcGEIWA— Golf Channel (@GolfChannel) October 1, 2024 Gunnlaugur Árni lék á -5 höggum í gær og er samtals á -6 höggum eftir tvo hringi af þremur. Hann er með þriggja högga forskot á næsta mann í einstaklingskeppninni. Frammistaða Gunnlaugs Árna veldur því einnig að LSU er efstur skólanna tíu í liðakeppni karla, á samtals +6 höggum, með tveggja högga forskot á Mississippi State. Mjög öruggur allan tímann Hver skóli er með tíu manna lið; fimm manna lið karla og fimm manna lið kvenna, og eru veitt verðlaun fyrir sigur í liðakeppnunum þremur og einstaklingskeppnum. Leikið er í Arkansas, þar sem að Arkansas Razorbacks unnu mótið í fyrra í öllum flokkum. Gunnlaugur Árni fékk sex fugla í gær, þrjá á fyrri níu holunum og þrjá á seinni. Eini skollinn hans kom á 14. holu. „Þetta var bara mjög öruggt frá fyrsta teighöggi fram að lokapúttinu. Ég man í raun bara eftir einum eða tvennum mistökum, og þetta var bara mjög örugg frammistaða.“
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira