Emilía Kiær skoraði og Glódís Perla sá rautt í öruggum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 14:31 Emilía Kiær getur ekki hætt að skora. Nordsjælland Framherjinn Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði annað marka Nordsjælland í góðum sigri í efstu deild kvenna í Danmörku. Þá fékk Glódís Perla Viggósdóttir tvö gul spjöld og þar með rautt þegar Bayern München vann öruggan 4-0 sigur á Werder Bremen. Emilía Kiær var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Var þetta hennar sjöunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Emilía Kiær var svo tekin af velli þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurinn lyftir Nordsjælland upp á topp deildarinnar með 17 stig, einu meira en Fortuna Hjörring þegar bæði lið hafa spilað sjö leiki. 3️⃣ 𝐏𝐎𝐈𝐍𝐓 kommer med hjem til Farum efter dagens 2-0-sejr i Kolding mod AGF ❤️💛 pic.twitter.com/51cWSsUSH3— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 29, 2024 Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Þýskalandsmeistara Bayern. Hún fékk gult spjald á 21. mínútu en skömmu síðar kom Lea Schüller gestunum frá Bayern yfir. Staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fékk Glódís Perla sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök þar sem Bæjarar skoruðu þrjú mörk manni færri. Georgia Stanway tvöfaldaði forystu Bayern þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Nachdem Glódís #Viggósdóttir in der 21. Minute bereits die gelbe Karte gesehen hat, wird sie nun mit gelb-rot vom Platz geschickt. Harte Entscheidung...🔴 #SVWFCB | 0:1 | 51'— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 29, 2024 Í blálokin skoruðu gestirnir tvö mörk á jafn mörgum mínútum. Pernille Harder skoraði þriðja mark Bayern og Jovana Damnjanović bætti því fjórða við, lokatölur 0-4. Bayern er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í 2. sæti deildarinnar. Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Emilía Kiær var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Var þetta hennar sjöunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Emilía Kiær var svo tekin af velli þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurinn lyftir Nordsjælland upp á topp deildarinnar með 17 stig, einu meira en Fortuna Hjörring þegar bæði lið hafa spilað sjö leiki. 3️⃣ 𝐏𝐎𝐈𝐍𝐓 kommer med hjem til Farum efter dagens 2-0-sejr i Kolding mod AGF ❤️💛 pic.twitter.com/51cWSsUSH3— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 29, 2024 Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Þýskalandsmeistara Bayern. Hún fékk gult spjald á 21. mínútu en skömmu síðar kom Lea Schüller gestunum frá Bayern yfir. Staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fékk Glódís Perla sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök þar sem Bæjarar skoruðu þrjú mörk manni færri. Georgia Stanway tvöfaldaði forystu Bayern þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Nachdem Glódís #Viggósdóttir in der 21. Minute bereits die gelbe Karte gesehen hat, wird sie nun mit gelb-rot vom Platz geschickt. Harte Entscheidung...🔴 #SVWFCB | 0:1 | 51'— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 29, 2024 Í blálokin skoruðu gestirnir tvö mörk á jafn mörgum mínútum. Pernille Harder skoraði þriðja mark Bayern og Jovana Damnjanović bætti því fjórða við, lokatölur 0-4. Bayern er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í 2. sæti deildarinnar.
Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira