Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 13:18 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Þetta segir Sólveig Anna í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá. Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. „Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ segir Sólveig Anna. Ástand sem líðist ekki lengur Um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5 prósent konur að sögn Sólveigar. Hún segir langstærstan hluta starfsfólks í ummönun hjá Eflingu. „Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist.“ Sólveig Anna segir ekki tímabært að segja til um hvenær verkfallsaðgeðir hefjist og ætlar að mæta til fundar á mánudag til að gera ásættanlegan kjarasamning. Kjaramál Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þetta segir Sólveig Anna í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá. Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. „Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ segir Sólveig Anna. Ástand sem líðist ekki lengur Um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5 prósent konur að sögn Sólveigar. Hún segir langstærstan hluta starfsfólks í ummönun hjá Eflingu. „Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist.“ Sólveig Anna segir ekki tímabært að segja til um hvenær verkfallsaðgeðir hefjist og ætlar að mæta til fundar á mánudag til að gera ásættanlegan kjarasamning.
Kjaramál Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira