Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 13:18 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Þetta segir Sólveig Anna í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá. Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. „Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ segir Sólveig Anna. Ástand sem líðist ekki lengur Um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5 prósent konur að sögn Sólveigar. Hún segir langstærstan hluta starfsfólks í ummönun hjá Eflingu. „Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist.“ Sólveig Anna segir ekki tímabært að segja til um hvenær verkfallsaðgeðir hefjist og ætlar að mæta til fundar á mánudag til að gera ásættanlegan kjarasamning. Kjaramál Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Þetta segir Sólveig Anna í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá. Fundarhöld hófust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir að sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. „Samninganefnd Eflingar átti síðan fund í gær þar sem við tókum ákvörðun um að ef ekki kæmi fram raunveruleg lausn á þeim vanda sem við höfum verið að benda á, á hverjum einasta fundi, væri til lítils að sitja við samningaborðið. Við myndum því hefja næsta leik í þessari vegferð,“ segir Sólveig Anna. Ástand sem líðist ekki lengur Um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5 prósent konur að sögn Sólveigar. Hún segir langstærstan hluta starfsfólks í ummönun hjá Eflingu. „Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist.“ Sólveig Anna segir ekki tímabært að segja til um hvenær verkfallsaðgeðir hefjist og ætlar að mæta til fundar á mánudag til að gera ásættanlegan kjarasamning.
Kjaramál Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira