Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 18:37 Ingunn hlaut alls tuttug sár í árásinni. Sjúkraliði sem kom á vettvang sagði fyrir dómi að hann hefði ekki búist við því að hún lifði af. Ingunn Björnsdóttir Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. Dómstóll dæmdi nemandann til sjö og hálfs árs af svokallaðri öryggisvistun fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás fyrr í þessum mánuði. Refsingin getur í reynd verið ótímabundin þar sem forsenda þess að þeim dæmda sé sleppt er að hann svari meðferð og hann sé ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu. Lögmaður nemandans segir norska fjölmiðlinum Khrono að hann hafi nú áfrýjað hluta dómsins. Hann sækist ekki eftir að fá lengd refsingarinnar hnekkt heldur öryggisvistuninni. Þá vill hann áfrýja hluta dómsins sem varðaði árásina á samkennara Ingunnar sem reyndi að koma hennni til varnar. Hann hafi óvart stungið samkennaranna og ekki sé hægt að sakfella menn fyrir að valda líkamstjóni af stórfelldri vanrækslu. Þá hafi samkennari Ingunnar ekki særst alvarlega í atlögunni. Þó að nemandinn sé ósammála því að árásin á Ingunni hafi verið tilraun til manndráps ætli hann ekki að áfrýja þeim hluta dómsins þar sem hann sé ekki vongóður um að fallist yrði á sjónarmið hans um það. Iðraðist einskis Árásin átti sér stað þegar nemandinn fundaði með Ingunni og samstarfskonu hennar vegna lyfjafræðiprófs sem hann féll á. Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum réðst maðurinn á hana, skar á háls hennar og stakk hana ítrekað. Hann særði samstarfskonuna einnig með hnífnum áður en aðrir starfsmenn skólans náðu að skarast í leikinn. Sjúkraliði sem kom fyrir dóminn sagði að hann hefði ekki hugað Ingunni líf. Hún hlaut alls tuttugu sár í árásinni, sjö skurði og þrettán stungusár. Fyrir dómi sagðist maðurinn iðrast einskis. Honum hefði verið uppsigað við Ingunni sem hann taldi standa í vegi þess að hann næði árangri í námi. Hann hefði viljað ryðja henni úr vegi tímabundið til þess að hann gæti tekið prófið sem hann féll á aftur. Nemandinn, sem er á einhverfurófi, var ekki talinn hafa verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Noregur Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Dómstóll dæmdi nemandann til sjö og hálfs árs af svokallaðri öryggisvistun fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás fyrr í þessum mánuði. Refsingin getur í reynd verið ótímabundin þar sem forsenda þess að þeim dæmda sé sleppt er að hann svari meðferð og hann sé ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu. Lögmaður nemandans segir norska fjölmiðlinum Khrono að hann hafi nú áfrýjað hluta dómsins. Hann sækist ekki eftir að fá lengd refsingarinnar hnekkt heldur öryggisvistuninni. Þá vill hann áfrýja hluta dómsins sem varðaði árásina á samkennara Ingunnar sem reyndi að koma hennni til varnar. Hann hafi óvart stungið samkennaranna og ekki sé hægt að sakfella menn fyrir að valda líkamstjóni af stórfelldri vanrækslu. Þá hafi samkennari Ingunnar ekki særst alvarlega í atlögunni. Þó að nemandinn sé ósammála því að árásin á Ingunni hafi verið tilraun til manndráps ætli hann ekki að áfrýja þeim hluta dómsins þar sem hann sé ekki vongóður um að fallist yrði á sjónarmið hans um það. Iðraðist einskis Árásin átti sér stað þegar nemandinn fundaði með Ingunni og samstarfskonu hennar vegna lyfjafræðiprófs sem hann féll á. Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum réðst maðurinn á hana, skar á háls hennar og stakk hana ítrekað. Hann særði samstarfskonuna einnig með hnífnum áður en aðrir starfsmenn skólans náðu að skarast í leikinn. Sjúkraliði sem kom fyrir dóminn sagði að hann hefði ekki hugað Ingunni líf. Hún hlaut alls tuttugu sár í árásinni, sjö skurði og þrettán stungusár. Fyrir dómi sagðist maðurinn iðrast einskis. Honum hefði verið uppsigað við Ingunni sem hann taldi standa í vegi þess að hann næði árangri í námi. Hann hefði viljað ryðja henni úr vegi tímabundið til þess að hann gæti tekið prófið sem hann féll á aftur. Nemandinn, sem er á einhverfurófi, var ekki talinn hafa verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn.
Noregur Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05
„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31