Mögnuðu tímabili nýliðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“ Aron Guðmundsson skrifar 26. september 2024 12:00 Clark sækir í átt að körfunni gegn Connecticut Sun í nótt. Vísir/Getty Nýliðatímabili stórstjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfubolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fever, féll úr leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vinsældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Framhaldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfuboltann í heild sinni. Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fever að kyngja í úrslitakeppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun. Með því lauk afar löngu tímabili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í nýliðavali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frábært hjá Iowa háskólanum. Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty Þau eru þónokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildarkeppninni á sínu fyrsta tímabili. Hún á nú metið yfir flestar stoðsendingar í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leikmaður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoðsendingar samanlagt á einu tímabili. Alls kom hún að 1520 stigum. Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af nýliða í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá nýliða sem voru alls 122 talsins. „Það skemmtilega við þetta er að mín tilfinning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfirborðið,“ sagði Clark á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðsfélögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig persónulega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir framhaldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upphaf nýs tímabils.“ Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fever í átt að meistaratitli með Caitlin Clark innanborðs. Það virtist alltaf langskot að liðið myndi sækja sjálfan meistaratitilinn á þessu tímabili en þangað er stefnan sett í framhaldinu. WNBA Körfubolti Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02 „Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59 Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31 Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fever að kyngja í úrslitakeppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun. Með því lauk afar löngu tímabili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í nýliðavali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frábært hjá Iowa háskólanum. Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty Þau eru þónokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildarkeppninni á sínu fyrsta tímabili. Hún á nú metið yfir flestar stoðsendingar í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leikmaður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoðsendingar samanlagt á einu tímabili. Alls kom hún að 1520 stigum. Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af nýliða í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá nýliða sem voru alls 122 talsins. „Það skemmtilega við þetta er að mín tilfinning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfirborðið,“ sagði Clark á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðsfélögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig persónulega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir framhaldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upphaf nýs tímabils.“ Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fever í átt að meistaratitli með Caitlin Clark innanborðs. Það virtist alltaf langskot að liðið myndi sækja sjálfan meistaratitilinn á þessu tímabili en þangað er stefnan sett í framhaldinu.
WNBA Körfubolti Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02 „Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59 Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31 Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02
„Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59
Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31
Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins