Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 14:01 Kínverjar skutu síðast langdrægri skotflaug í Kyrrahafið árið 1980. AP/Mark Schiefelbein Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla.
Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23
Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55
Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53