Serbarnir fá aldrei aftur að dæma Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 14:03 Aleksander Pandzic og Ivan Mosorinski dæmdu fjölda alþjóðlegra leikja en eru grunaðir um hagræðingu úrslita. Þeir dæma ekki fleiri handboltaleiki. Twitter Serbnesku dómararnir Aleksander Pandzic og Ivan Mosorinski, sem grunaðir hafa verið um hagræðingu úrslita, fá ekki að dæma fleiri handboltaleiki. Þetta er ákvörðun framkvæmdanefndar evrópska handboltasambandsins, EHF, en það er TV 2 í Danmörku sem greinir frá þessu. Þar segir að þolinmæði EHF gagnvart dómurunum hafi verið á þrotum en þeir eru efstir á lista yfir dómara sem grunaðir eru um hagræðingu úrslita, í skýrslu EHF sem TV 2 hefur áður greint frá og fjallað um í heimildamynd. Fyrir fáeinum vikum síðan sektaði dómstóll EHF dómarana tvo um 2.000 evrur á mann, eða um 300.000 krónur, fyrir skort á stuðningi við rannsókn, en þeir neituðu að mæta til yfirheyrslu í höfuðstöðvar EHF í Vín í Austurríki. Hins vegar hlutu þeir á sama tíma ekki dóm varðandi mögulega hagræðingu úrslita. Engu að síður hefur EHF nú tilkynnt að þeir Pandzic og Mosorinski muni ekki dæma fleiri leiki í alþjóðlegum handbolta. Af átta dómarapörum höfðu þeir tveir verið mest áberandi í greiningu Sportradar frá árinu 2018, á grunsamlegum leikjum. Af 26 leikjum á tímabilinu september 2016 til nóvember 2017, sem vöktu grunsemdir, þá dæmdu Serbarnir átta þeirra. Þeir fengu þó áfram að dæma leiki og nýjasta dæmið um aðvörun vegna leiks sem þeir dæmdu, þar sem veðmál á leikinn vöktu grunsemdir hjá Sportradar, er frá síðasta ári. Handbolti Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30 Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Þetta er ákvörðun framkvæmdanefndar evrópska handboltasambandsins, EHF, en það er TV 2 í Danmörku sem greinir frá þessu. Þar segir að þolinmæði EHF gagnvart dómurunum hafi verið á þrotum en þeir eru efstir á lista yfir dómara sem grunaðir eru um hagræðingu úrslita, í skýrslu EHF sem TV 2 hefur áður greint frá og fjallað um í heimildamynd. Fyrir fáeinum vikum síðan sektaði dómstóll EHF dómarana tvo um 2.000 evrur á mann, eða um 300.000 krónur, fyrir skort á stuðningi við rannsókn, en þeir neituðu að mæta til yfirheyrslu í höfuðstöðvar EHF í Vín í Austurríki. Hins vegar hlutu þeir á sama tíma ekki dóm varðandi mögulega hagræðingu úrslita. Engu að síður hefur EHF nú tilkynnt að þeir Pandzic og Mosorinski muni ekki dæma fleiri leiki í alþjóðlegum handbolta. Af átta dómarapörum höfðu þeir tveir verið mest áberandi í greiningu Sportradar frá árinu 2018, á grunsamlegum leikjum. Af 26 leikjum á tímabilinu september 2016 til nóvember 2017, sem vöktu grunsemdir, þá dæmdu Serbarnir átta þeirra. Þeir fengu þó áfram að dæma leiki og nýjasta dæmið um aðvörun vegna leiks sem þeir dæmdu, þar sem veðmál á leikinn vöktu grunsemdir hjá Sportradar, er frá síðasta ári.
Handbolti Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30 Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01
Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“