Þarf vernd lögreglu vegna reiði Rómverja Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 23:02 Lina Souloukou ásamt Paulo Dybala, leikmanni Roma. Luciano Rossi/AS Roma via Getty Images Stuðningsmenn Roma á Ítalíu eru ekki ánægðir þessa dagana. Goðsögninni Daniele De Rossi var vísað úr stjórastóli á dögunum og þá eru eigendur félagsins að gera að því buxurnar að kaupa Everton á Englandi. Lina Souloukou, framkvæmdastjóri Roma, hefur sætt hótunum af hálfu stuðningsmanna félagsins eftir að De Rossi var rekinn á dögunum. De Rossi er goðsögn hjá Rómverjum en hann lék fyrir félagið um árabil. Vel gekk undir hans stjórn á síðustu leiktíð en hann tók við um hana miðja. Ekki hefur farið eins vel á yfirstandandi tímabili og var hann rekinn úr starfi í síðustu viku. Stuðningsmenn liðsins hafa lýst yfir stuðningi við De Rossi í stúkunni eftir brottreksturinn og beina einnig spjótum sínum að þeim sem valdið hafa hjá félaginu. Souloukou og fjölskylda hennar eru nú undir vernd lögreglu vegna hótanna stuðningsmanna. Það var ekki til að friða stuðningsmenn félagsins að bandarískir eigendur liðsins hyggist kaupa enska félagið Everton. Tíðindi af því bárust í breskum fjölmiðlum í dag og sáu þeir Dan og Ryan Friedkin, eigendur Roma, sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Verið þess fullvissir að skuldbinding okkar gagnvart Roma minnkar ekki, sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Króatinn Ivan Juric tók við stjórnartaumunum hjá Roma af De Rossi og stýrði liðinu til 3-0 sigurs á Udinese í fyrsta leik um helgina. Roma hafði gert þrjú jafntefli og tapað einum í fyrstu fjóru leikjunum undir stjórn De Rossi. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Lina Souloukou, framkvæmdastjóri Roma, hefur sætt hótunum af hálfu stuðningsmanna félagsins eftir að De Rossi var rekinn á dögunum. De Rossi er goðsögn hjá Rómverjum en hann lék fyrir félagið um árabil. Vel gekk undir hans stjórn á síðustu leiktíð en hann tók við um hana miðja. Ekki hefur farið eins vel á yfirstandandi tímabili og var hann rekinn úr starfi í síðustu viku. Stuðningsmenn liðsins hafa lýst yfir stuðningi við De Rossi í stúkunni eftir brottreksturinn og beina einnig spjótum sínum að þeim sem valdið hafa hjá félaginu. Souloukou og fjölskylda hennar eru nú undir vernd lögreglu vegna hótanna stuðningsmanna. Það var ekki til að friða stuðningsmenn félagsins að bandarískir eigendur liðsins hyggist kaupa enska félagið Everton. Tíðindi af því bárust í breskum fjölmiðlum í dag og sáu þeir Dan og Ryan Friedkin, eigendur Roma, sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Verið þess fullvissir að skuldbinding okkar gagnvart Roma minnkar ekki, sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Króatinn Ivan Juric tók við stjórnartaumunum hjá Roma af De Rossi og stýrði liðinu til 3-0 sigurs á Udinese í fyrsta leik um helgina. Roma hafði gert þrjú jafntefli og tapað einum í fyrstu fjóru leikjunum undir stjórn De Rossi.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira