„Átum þá lifandi í fyrri hálfleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 23:31 Strákarnir hans Eriks ten Hag náðu ekki að nýta sér yfirburðina í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace. EPA-EFE/PETER POWELL Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla á laugardag. Liðið náði hins vegar ekki að skora og þurfti á endanum að treysta á hetjudáðir Andrés Onana til að fá stig út úr leiknum. „Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
„Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira