Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. september 2024 15:02 Dísa tók þátt í Ungfrú Ísland í ágúst síðastliðnum og mun taka þátt fyrir Íslands hönd í fegurðarsamkeppninni Miss CosmoWorld í Malasíu í nóvember. „Ég fæ mikið af spurningum hvernig ég held mér svona unglegri. Margir halda að það sé með bótox eða fylliefni, þar sem ég er með mjög slétta og fína húð,“ segir Dísa Dungal heilsu- og íþróttafræðingur. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland í ágúst síðastliðnum og hefur starfað sem fyrirsæti undanfarin ár. Dísa 31 árs gömul og segist aldrei hafa litið betur út þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Hún var stödd í trampolíngarði hér á landi þegar hún slasaðist og braut á sér hrygginn. Beinflísar stungust inn í mænuna og þrýstu á taugar, sem ollu dofa í vinstri fæti. Litlu munaði að hún hefði lamast. Síðastliðna mánuði hefur hún verið endurhæfingu og viðurkennir að það hafi verið erfitt að slaka á. Þrátt fyrir áskoranirnar segist hún staðráðin í að aðlaga sig að breyttum kringumstæðum og finna leiðir til að halda áfram að lifa lífinu sem hún elskar. Hér að neðan eru ráð sem Dísa notar til að viðhalda unglegu útliti með náttúrulegum aðferðum: Þrífa andlitið kvölds og morgna Með reglulegri húðumhirðu verður húðin fríkleg og ljómandi. Mikilvægt er að þrífa andlitið kvölds og morgna og nota góð krem sem gefa húðinni aukinn raka. Vatnsdrykkja Vatndrykkja er ómissandi fyrir heilbrigða húð, þar sem það hjálpar til við að halda henni raka, eykur teygjanleika og stuðlar að náttúrulegum ljóma. Vatn hjálpar einnig við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum, sem getur dregið úr bólum og öðrum óhreinindum. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Silkipúði – fyrir húð og hár Eitt af því sem hefur gjörbreytt húðinni minni er að sofa á silkipúða. Silkið er mun betra fyrir húðina en bómull og dregur ekki til sín raka, sem hjálpar til við að minnka fíngerðar línur og einnig til halda hárinu í betra ástandi. Ég fann strax mikinn mun eftir að ég skipti yfir í silkipúða og get ekki mælt nógu mikið með því. Sólarvörn - allan ársins hring Þegar kemur að húðumhirðu er sólarvörn mikilvægasta varan í mínum rútínum. Ég nota sólarvörn með SPF 50 allan ársins hring, jafnvel þegar það er skýjað. Sólarskemmdir eru oft ósýnilegar til að byrja með, en hafa langvarandi áhrif á húðina. Það er því betra að koma í veg fyrir skemmdirnar í stað þess að reyna að laga húðina eftir á. Sólarvörn er ekki bara fyrir sólardaga – hún er mikilvægasta vopnið gegn öldrun húðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Náttúruleg andlitsmeðferð Til að viðhalda húðinni fer ég reglulega í andlitsmeðferðir, þar sem ég nota bæði mesotherapy og Sunekos. Báðar meðferðirnar örva kollagenframleiðsluna á náttúrulegan hátt, sem hjálpar til við að halda húðinni unglegri og ljómandi. Meso sprautur veita dýrmæt vítamín og næringarefni, á meðan Sunekos bætir húðina með hyaluronsýru og amínósýrum. Forvarnir frekar en lagfæringar Oft gleymir fólk sér og reynir að laga húðina eftir að skemmdir hafa komið í ljós. Mikilvægt er að vinna grunnvinnuna með forvörnum. Það er miklu áhrifaríkara og auðveldara að viðhalda heilbrigðri húð með reglulegri umhirðu en að reyna að laga eitthvað eftir á. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Ungfrú Ísland Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
Dísa 31 árs gömul og segist aldrei hafa litið betur út þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Hún var stödd í trampolíngarði hér á landi þegar hún slasaðist og braut á sér hrygginn. Beinflísar stungust inn í mænuna og þrýstu á taugar, sem ollu dofa í vinstri fæti. Litlu munaði að hún hefði lamast. Síðastliðna mánuði hefur hún verið endurhæfingu og viðurkennir að það hafi verið erfitt að slaka á. Þrátt fyrir áskoranirnar segist hún staðráðin í að aðlaga sig að breyttum kringumstæðum og finna leiðir til að halda áfram að lifa lífinu sem hún elskar. Hér að neðan eru ráð sem Dísa notar til að viðhalda unglegu útliti með náttúrulegum aðferðum: Þrífa andlitið kvölds og morgna Með reglulegri húðumhirðu verður húðin fríkleg og ljómandi. Mikilvægt er að þrífa andlitið kvölds og morgna og nota góð krem sem gefa húðinni aukinn raka. Vatnsdrykkja Vatndrykkja er ómissandi fyrir heilbrigða húð, þar sem það hjálpar til við að halda henni raka, eykur teygjanleika og stuðlar að náttúrulegum ljóma. Vatn hjálpar einnig við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum, sem getur dregið úr bólum og öðrum óhreinindum. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Silkipúði – fyrir húð og hár Eitt af því sem hefur gjörbreytt húðinni minni er að sofa á silkipúða. Silkið er mun betra fyrir húðina en bómull og dregur ekki til sín raka, sem hjálpar til við að minnka fíngerðar línur og einnig til halda hárinu í betra ástandi. Ég fann strax mikinn mun eftir að ég skipti yfir í silkipúða og get ekki mælt nógu mikið með því. Sólarvörn - allan ársins hring Þegar kemur að húðumhirðu er sólarvörn mikilvægasta varan í mínum rútínum. Ég nota sólarvörn með SPF 50 allan ársins hring, jafnvel þegar það er skýjað. Sólarskemmdir eru oft ósýnilegar til að byrja með, en hafa langvarandi áhrif á húðina. Það er því betra að koma í veg fyrir skemmdirnar í stað þess að reyna að laga húðina eftir á. Sólarvörn er ekki bara fyrir sólardaga – hún er mikilvægasta vopnið gegn öldrun húðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Náttúruleg andlitsmeðferð Til að viðhalda húðinni fer ég reglulega í andlitsmeðferðir, þar sem ég nota bæði mesotherapy og Sunekos. Báðar meðferðirnar örva kollagenframleiðsluna á náttúrulegan hátt, sem hjálpar til við að halda húðinni unglegri og ljómandi. Meso sprautur veita dýrmæt vítamín og næringarefni, á meðan Sunekos bætir húðina með hyaluronsýru og amínósýrum. Forvarnir frekar en lagfæringar Oft gleymir fólk sér og reynir að laga húðina eftir að skemmdir hafa komið í ljós. Mikilvægt er að vinna grunnvinnuna með forvörnum. Það er miklu áhrifaríkara og auðveldara að viðhalda heilbrigðri húð með reglulegri umhirðu en að reyna að laga eitthvað eftir á. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal)
Ungfrú Ísland Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira