Atlético lagði sprækt lið Leipzig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 21:29 Antoine Griezmann reyndist hetja heimaliðsins í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Sjá meira
Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Sjá meira
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02