„Höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2024 21:09 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego „Mér fannst í rauninni ótrúlegt að við skydum ekki vinna stærra,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir 33-30 sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“ Olís-deild karla FH Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
„Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“
Olís-deild karla FH Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira