„Fyrst og fremst bara ekki nógu sáttur með mína menn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2024 20:44 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var niðurlútur eftir þriggja marka tap liðsins gegn FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Af okkar hálfu var þetta kannski verra. Ég er sáttur við það hvernig við byrjum leikinn, en ég er ósáttur við það hvernig botninn fer úr þessu þegar við förum úr því sem við erum búnir að leggja upp saman og er að ganga vel,“ sagði Magnús í leikslok. „Við förum úr því, en auðvitað er það eitthvað sem þeir gera hjá sér, einhverjar áherslubreytingar í vörn og annað. En við eigum samt að vera með meiri reynslu en það á þessum tímapunkti inni á vellinum, að láta einhverjar áherslubreytingar hjá þeim í vörn breyta því hvernig við erum að spila okkar sóknarleik. Það er það sem ég er ósáttur með,“ sagði Magnús og hélt áfram. „Svo er fullt annað, eins og þú kannski sást, sem ég er ósáttur með. Ég er fyrst og fremst bara ekki nógu sáttur með mína menn í þessum leik, eins og þú kannski heyrir. Ég er ósáttur við það að reynslumeiri menn duttu niður. Svo fer ég eitthvað að rótera, en rótering á ekki að hafa áhrif á reynslumikla menn sem eru búnir að spila í fleiri, fleiri ár í þessum bolta. En ég er ánægður með að við fáum góða innkomu frá ungu peyjunum okkar. Þeir komu með mikinn kraft og mögulega hefði ég átt að spila þeim fyrr. Það eru fullt af atriðum sem skrifast á þjálfarann, alveg pottþétt, en ég ætla ekkert að taka af liðinu mínu að þeir voru að berjast allan tímann og vildu þetta. Það er kannski númer eitt, tvö og þrjú.“ Margumræddi slæmi kaflinn Slæmi kaflinn lét heldur betur sjá sig í leik kvöldsins og var hann heldur langur hjá Eyjamönnum. ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 6-2, en FH-ingar höfðu öll völd á vellinum síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiksins. Magnús segist ekki hafa svör við því af hverju hans menn nái ekki takti á ný fyrr en eftir hálfleikshlé. „Það er bara akkúrat þessi spurning sem við spurðum okkur að í hálfleik. Þegar maður skoðar leikinn aftur þá þarf maður að finna inhverja lausn á einmitt þessu. Í fljótu bragði þá veit ég ekki af hverju.“ „Ég ætla samt ekkert að taka af Daníel í markinu hjá FH. Hann kom inn á þessum kafla með þrjár eða fjórar góðar vörslur þar sem við erum meðal annars í yfirtölu. Ég ætla ekkert að gera lítið úr einum eða neinum. Þeir spiluðu vel og Daníel varði vel. Þetta er leikur mistaka og við gerðum aðeins fleiri en þeir í dag.“ Náðu ekki að brúa bilið Eyjamenn náðu þó vopnum sínum á ný í seinni hálfleik og héldu í við FH-ingana út leikinn. Gestirnir fengu góða markvörslu frá Petar Jokanovic, en virtust þó alltaf skrefinu á eftir heimamönnum. „Við náðum einhvernveginn ekki að tengja þessar vörslur frá Petar við eitt og eitt mark í sóknarleiknum hjá okkur. Eigum við ekki bara að segja vel gert hjá FH-ingum og ekki nógu vel gert hjá okkur?“ Að lokum var Magnús spurður út í rauðu spjöldin tvö sem fóru á loft í leik kvöldsins. Kristófer Ísak Bárðarson fékk beint rautt spjald í liði ÍBV á 44. mínútu og Ingvar Dagur Gunnarsson í liði FH fauk sömu leið aðeins um mínútu síðar. „Jóhannes berg er kominn þarna hátt upp og honum er ýtt. Það er bara flott að þetta sé línan. Það er enginn ásetningur, en við þurfum samt að vera vakandi og þetta er líklega bara réttur dómur. Að sama skapi er seinna rauða spjaldið á brot þar sem er farið aftan í manninn og það er mjög hættulegt fyrir handboltamann. Þetta eru alvarlegustu brotin þar sem er verið að hrinda í loftinu og rífa aftan í og þeir gerðu það mjög vel dómararnir,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
„Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Af okkar hálfu var þetta kannski verra. Ég er sáttur við það hvernig við byrjum leikinn, en ég er ósáttur við það hvernig botninn fer úr þessu þegar við förum úr því sem við erum búnir að leggja upp saman og er að ganga vel,“ sagði Magnús í leikslok. „Við förum úr því, en auðvitað er það eitthvað sem þeir gera hjá sér, einhverjar áherslubreytingar í vörn og annað. En við eigum samt að vera með meiri reynslu en það á þessum tímapunkti inni á vellinum, að láta einhverjar áherslubreytingar hjá þeim í vörn breyta því hvernig við erum að spila okkar sóknarleik. Það er það sem ég er ósáttur með,“ sagði Magnús og hélt áfram. „Svo er fullt annað, eins og þú kannski sást, sem ég er ósáttur með. Ég er fyrst og fremst bara ekki nógu sáttur með mína menn í þessum leik, eins og þú kannski heyrir. Ég er ósáttur við það að reynslumeiri menn duttu niður. Svo fer ég eitthvað að rótera, en rótering á ekki að hafa áhrif á reynslumikla menn sem eru búnir að spila í fleiri, fleiri ár í þessum bolta. En ég er ánægður með að við fáum góða innkomu frá ungu peyjunum okkar. Þeir komu með mikinn kraft og mögulega hefði ég átt að spila þeim fyrr. Það eru fullt af atriðum sem skrifast á þjálfarann, alveg pottþétt, en ég ætla ekkert að taka af liðinu mínu að þeir voru að berjast allan tímann og vildu þetta. Það er kannski númer eitt, tvö og þrjú.“ Margumræddi slæmi kaflinn Slæmi kaflinn lét heldur betur sjá sig í leik kvöldsins og var hann heldur langur hjá Eyjamönnum. ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 6-2, en FH-ingar höfðu öll völd á vellinum síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiksins. Magnús segist ekki hafa svör við því af hverju hans menn nái ekki takti á ný fyrr en eftir hálfleikshlé. „Það er bara akkúrat þessi spurning sem við spurðum okkur að í hálfleik. Þegar maður skoðar leikinn aftur þá þarf maður að finna inhverja lausn á einmitt þessu. Í fljótu bragði þá veit ég ekki af hverju.“ „Ég ætla samt ekkert að taka af Daníel í markinu hjá FH. Hann kom inn á þessum kafla með þrjár eða fjórar góðar vörslur þar sem við erum meðal annars í yfirtölu. Ég ætla ekkert að gera lítið úr einum eða neinum. Þeir spiluðu vel og Daníel varði vel. Þetta er leikur mistaka og við gerðum aðeins fleiri en þeir í dag.“ Náðu ekki að brúa bilið Eyjamenn náðu þó vopnum sínum á ný í seinni hálfleik og héldu í við FH-ingana út leikinn. Gestirnir fengu góða markvörslu frá Petar Jokanovic, en virtust þó alltaf skrefinu á eftir heimamönnum. „Við náðum einhvernveginn ekki að tengja þessar vörslur frá Petar við eitt og eitt mark í sóknarleiknum hjá okkur. Eigum við ekki bara að segja vel gert hjá FH-ingum og ekki nógu vel gert hjá okkur?“ Að lokum var Magnús spurður út í rauðu spjöldin tvö sem fóru á loft í leik kvöldsins. Kristófer Ísak Bárðarson fékk beint rautt spjald í liði ÍBV á 44. mínútu og Ingvar Dagur Gunnarsson í liði FH fauk sömu leið aðeins um mínútu síðar. „Jóhannes berg er kominn þarna hátt upp og honum er ýtt. Það er bara flott að þetta sé línan. Það er enginn ásetningur, en við þurfum samt að vera vakandi og þetta er líklega bara réttur dómur. Að sama skapi er seinna rauða spjaldið á brot þar sem er farið aftan í manninn og það er mjög hættulegt fyrir handboltamann. Þetta eru alvarlegustu brotin þar sem er verið að hrinda í loftinu og rífa aftan í og þeir gerðu það mjög vel dómararnir,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira