Segir Leipzig hinn fullkomna áfangastað fyrir unga og efnilega leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2024 07:01 Benjamin Šeško skoraði mark RB Leipzig þegar liðið mátti þola grátlegt tap gegn Atlético Madríd á útivelli. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Það má með sanni segja að RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni sé besti áfangastaður ungra og efnilegra knattspyrnumanna í Evrópu. Á undanförnum árum hefur liðið selt fjöldann allan af leikmönnum fyrir gríðarlega háar fjárhæðir. Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira