„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2024 09:01 Elísa Kristinsdóttir og Mari Järsk hlupu saman heila 56 hringi í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor. VÍSIR/VILHELM „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. Elísa varð í 2. sæti í hlaupinu í Öskjuhlíð í vor eftir að hafa bætt sig afar hratt síðustu misseri. Þær Mari Järsk, sem vann keppnina, hlupu saman heila 56 hringi áður en Elísa rétt féll á tíma í 57. hring. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra á klukkustund og endurtaka það svo eins oft og þeir geta, svo Elísa hljóp 382 kílómetra og var við keppni í tvo sólarhringa og níu klukkustundir. „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta. Þetta eru djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim. Það tekur kannski 6-7 hringi, en maður verður bara að hlaupa sig í gegnum það. Þú munt finna verki en þeir munu líka fara,“ segir Elísa í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Elísa einbeitir sér nú að landsliðskeppni í bakgarðshlaupi í október, þar sem 15 íslenskri hlauparar keppa í Elliðaárdalnum, og verður því ekki með í Heiðmörk um helgina. Hún hefur náð afar langt eftir að hafa fyrst keppt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum, og þá farið níu hringi eða um 60 kílómetra, sem sagt sex sinnum styttra en síðasta vor. Hún segist ekki hafa verið lengi að jafna sig eftir síðustu keppni: „Þremur vikum eftir Bakgarðshlaupið hljóp ég hálft Esjumaraþon og hef nánast verið að keppa hverja helgi síðan. Mér hefur liðið mjög vel. Þetta hafa verið ótrúlega skemmtileg verkefni. Til dæmis þrjú últra-hlaup í sumar. Við fórum sem sagt æfingaferð þar sem við fórum 250 kílómetra og 15.000 hæðarmetra. Skrokkurinn er heldur betur búinn að vera með mér í liði,“ segir Elísa. Keppendur í bakgarðshlaupi reyna að halda í góða skapið en dalirnir geta verið djúpir, eins og Elísa Kristinsdóttir bendir á.VÍSIR/VILHELM Hún lendir ítrekað í því að fólk reyni að ráðleggja henni varðandi hvíld: „Ég heyri það endalaust: „Nú ertu orðinn þreytt, ég sé það á þér.“ Fólk er endalaust að spyrja hvort þetta sé ekki of mikið. En ég er með geggjaða þjálfara sem halda utan um mig og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Þau passa að ég fari ekki fram úr mér,“ segir Elísa. Í sínu fyrsta bakgarðshlaupi árið 2022 vissi hún í raun ekkert hvað hún var að fara út í: „Ég var ekkert að hlaupa. Ég var í MGT á þessum tíma, svona „high intensity“ þjálfun, hafði séð Mari í þessu og langaði að prófa þetta. Svo fór ég níu hringi, og leið mjög vel í skrokknum en var öll úti í blöðrum á fótunum. Svo áttu allir að setja upp höfuðljós fyrir næsta hring [vegna myrkurs] og ég var ekkert með höfuðljós. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við tærnar á mér og var alveg að drepast. Ég ákvað því að kalla þetta gott og koma aftur seinna, þegar ég væri búin að afla mér aðeins meiri upplýsinga um þetta hlaup,“ segir Elísa. Elísa veit hve mikilvægt er að nýta mínúturnar vel á milli hringja í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM Það gerði hún svo sannarlega og hljóp 37 hringi í hlaupinu í Heiðmörk fyrir ári síðan, og endaði í 2. sæti eftir 37 hringi. Þar villtist hún í lokahringnum: „Ég var orðin frekar rugluð þarna, þegar ég hætti. Ég fór í raun upp vitlausa brekku, var farin að sjá eitthvað rugl og sá eitthvað hús sem ég hafði aldrei séð áður, en taldi mér trú um að þetta væri bara rugl í mér og það væri ekkert hús þarna. En þá vorum við að fara ranga leið og þurftum að snúa við, og ég var alveg búin.“ Hún fór svo heila 56 hringi í Öskjuhlíðinni í vor í hlaupi sem vakti gríðarlega athygli. „Undirbúningurinn var mjög góður. Ég vissi að ég myndi fara í djúpa dali og var búin að undirbúa hvernig ég kæmist upp úr þeim. Ef ég hefði getað gert eitthvað betur þá hefði ég mögulega getað „pushað crewið“ mitt betur. Það eru nokkrir hlutir þar sem ég vil fínpússa núna fyrir október,“ segir Elísa. Þrátt fyrir að hún verði ekki meðal keppenda um helgina, vegna komandi landsliðsverkefnis í október, þá verður hún í Heiðmörk því hún mun þar styðja við Ósk Gunnarsdóttur í hlaupinu. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi. Bakgarðshlaup Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Elísa varð í 2. sæti í hlaupinu í Öskjuhlíð í vor eftir að hafa bætt sig afar hratt síðustu misseri. Þær Mari Järsk, sem vann keppnina, hlupu saman heila 56 hringi áður en Elísa rétt féll á tíma í 57. hring. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra á klukkustund og endurtaka það svo eins oft og þeir geta, svo Elísa hljóp 382 kílómetra og var við keppni í tvo sólarhringa og níu klukkustundir. „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta. Þetta eru djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim. Það tekur kannski 6-7 hringi, en maður verður bara að hlaupa sig í gegnum það. Þú munt finna verki en þeir munu líka fara,“ segir Elísa í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Elísa einbeitir sér nú að landsliðskeppni í bakgarðshlaupi í október, þar sem 15 íslenskri hlauparar keppa í Elliðaárdalnum, og verður því ekki með í Heiðmörk um helgina. Hún hefur náð afar langt eftir að hafa fyrst keppt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum, og þá farið níu hringi eða um 60 kílómetra, sem sagt sex sinnum styttra en síðasta vor. Hún segist ekki hafa verið lengi að jafna sig eftir síðustu keppni: „Þremur vikum eftir Bakgarðshlaupið hljóp ég hálft Esjumaraþon og hef nánast verið að keppa hverja helgi síðan. Mér hefur liðið mjög vel. Þetta hafa verið ótrúlega skemmtileg verkefni. Til dæmis þrjú últra-hlaup í sumar. Við fórum sem sagt æfingaferð þar sem við fórum 250 kílómetra og 15.000 hæðarmetra. Skrokkurinn er heldur betur búinn að vera með mér í liði,“ segir Elísa. Keppendur í bakgarðshlaupi reyna að halda í góða skapið en dalirnir geta verið djúpir, eins og Elísa Kristinsdóttir bendir á.VÍSIR/VILHELM Hún lendir ítrekað í því að fólk reyni að ráðleggja henni varðandi hvíld: „Ég heyri það endalaust: „Nú ertu orðinn þreytt, ég sé það á þér.“ Fólk er endalaust að spyrja hvort þetta sé ekki of mikið. En ég er með geggjaða þjálfara sem halda utan um mig og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Þau passa að ég fari ekki fram úr mér,“ segir Elísa. Í sínu fyrsta bakgarðshlaupi árið 2022 vissi hún í raun ekkert hvað hún var að fara út í: „Ég var ekkert að hlaupa. Ég var í MGT á þessum tíma, svona „high intensity“ þjálfun, hafði séð Mari í þessu og langaði að prófa þetta. Svo fór ég níu hringi, og leið mjög vel í skrokknum en var öll úti í blöðrum á fótunum. Svo áttu allir að setja upp höfuðljós fyrir næsta hring [vegna myrkurs] og ég var ekkert með höfuðljós. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við tærnar á mér og var alveg að drepast. Ég ákvað því að kalla þetta gott og koma aftur seinna, þegar ég væri búin að afla mér aðeins meiri upplýsinga um þetta hlaup,“ segir Elísa. Elísa veit hve mikilvægt er að nýta mínúturnar vel á milli hringja í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM Það gerði hún svo sannarlega og hljóp 37 hringi í hlaupinu í Heiðmörk fyrir ári síðan, og endaði í 2. sæti eftir 37 hringi. Þar villtist hún í lokahringnum: „Ég var orðin frekar rugluð þarna, þegar ég hætti. Ég fór í raun upp vitlausa brekku, var farin að sjá eitthvað rugl og sá eitthvað hús sem ég hafði aldrei séð áður, en taldi mér trú um að þetta væri bara rugl í mér og það væri ekkert hús þarna. En þá vorum við að fara ranga leið og þurftum að snúa við, og ég var alveg búin.“ Hún fór svo heila 56 hringi í Öskjuhlíðinni í vor í hlaupi sem vakti gríðarlega athygli. „Undirbúningurinn var mjög góður. Ég vissi að ég myndi fara í djúpa dali og var búin að undirbúa hvernig ég kæmist upp úr þeim. Ef ég hefði getað gert eitthvað betur þá hefði ég mögulega getað „pushað crewið“ mitt betur. Það eru nokkrir hlutir þar sem ég vil fínpússa núna fyrir október,“ segir Elísa. Þrátt fyrir að hún verði ekki meðal keppenda um helgina, vegna komandi landsliðsverkefnis í október, þá verður hún í Heiðmörk því hún mun þar styðja við Ósk Gunnarsdóttur í hlaupinu. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Bakgarðshlaup Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira