Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2024 11:10 Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. Bryndís Klara lést eftir hnífaárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Fljótlega eftir að lögreglu bar að garði var sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september. Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að kertasölunni og fékk Krónuna, Bónus, Nettó og Hagkaup til liðs við sig með skömmum fyrirvara. Hvatti hún landsmenn til að kveikja á kerti við heimili sín eftir sólsetur á föstudaginn og stilltu verslanirnar upp kertum í búðum um allt land til stuðnings ákalli Önnu. Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Upphæðin verður lögð inn á reikning sjóðsins sem er í umsjón KPMG. Anna Björt telur þetta góða framlag nýtast vel til að hrinda fyrstu verkefnum minningarsjóðsins af stað. „Ég er svo innilega þakklát öllum sem tóku þátt í að styrkja minningasjóð Bryndísar Klöru með kaupum á kertum. Enn og aftur sýnum við sem þjóð að með samkennd og náungakærleik að allt er hægt. Ég er þakklát fólki fyrir að kaupa kertin og þakklát Krónunni, Bónus, Nettó og Hagkaup fyrir samstarfið og sín framlög. Ég veit að þessi fjárhæð mun koma sér vel og nýtast í fyrstu verkefnum minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Höldum áfram að hugsa um samfélagið okkar og við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi,“ segir Anna Björt. Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. 7. september 2024 19:19 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bryndís Klara lést eftir hnífaárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Fljótlega eftir að lögreglu bar að garði var sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september. Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að kertasölunni og fékk Krónuna, Bónus, Nettó og Hagkaup til liðs við sig með skömmum fyrirvara. Hvatti hún landsmenn til að kveikja á kerti við heimili sín eftir sólsetur á föstudaginn og stilltu verslanirnar upp kertum í búðum um allt land til stuðnings ákalli Önnu. Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Upphæðin verður lögð inn á reikning sjóðsins sem er í umsjón KPMG. Anna Björt telur þetta góða framlag nýtast vel til að hrinda fyrstu verkefnum minningarsjóðsins af stað. „Ég er svo innilega þakklát öllum sem tóku þátt í að styrkja minningasjóð Bryndísar Klöru með kaupum á kertum. Enn og aftur sýnum við sem þjóð að með samkennd og náungakærleik að allt er hægt. Ég er þakklát fólki fyrir að kaupa kertin og þakklát Krónunni, Bónus, Nettó og Hagkaup fyrir samstarfið og sín framlög. Ég veit að þessi fjárhæð mun koma sér vel og nýtast í fyrstu verkefnum minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Höldum áfram að hugsa um samfélagið okkar og við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi,“ segir Anna Björt.
Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. 7. september 2024 19:19 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. 7. september 2024 19:19