Bjarni segir brottvísunina standa Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:22 Bjarni bendir á að lögreglan hafi framfylgt um þúsund brottvísunum á þessu ári. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. Bjarni segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans ekki einsdæmi. Það hafi gerst áður að brottvísun hafi verið frestað. Það hafi komið fram beiðni frá ráðherra Vinstri grænna að málið yrði skýrt betur áður en af brottvísuninni yrði. „Við því var orðið og við höfum verið að funda um það,“ segir Bjarni og að beiðninni hafi ekki verið svarað undir hótunum frá Vinstri grænum. Rætt var við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fylgja verði lögum Hann segir að beiðni Vinstri grænna hafi fylgt efasemdir um þessa framkvæmd. Það hafi verið farið ofan í þetta allt á fundi ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan sé sú að það verði að fylgja lögum. Bjarni segir að honum virðist hafa verið staðið ágætlega að ákvörðuninni um að brottvísa Yazan. Hann hafi ekki séð neitt við ákvörðunina sem sýni að ekki hafi verið rétt staðið að henni. Hann segir Vinstri græna hafa haft áhyggjur af framkvæmdinni samt sem áður. Hann segir að á árinu hafi verið framkvæmdar um eitt þúsund brottvísanir og það hafi verið mat dómsmálaráðherra að það mætti láta á það reyna hvort það væri hægt að fresta henni. Brottvísunin standi sem áður. Ákvörðun hennar hafi aðeins snúið að því hvort það mætti fresta henni. Bjarni segir ljóst að ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísunina. „Það sem okkur munar um er að það séu reglur sem eiga að gilda um alla. Það er algert grundvallaratriði,“ segir Bjarni og að það sé verið að treysta á viðamikið kerfi sem lögreglan og fleiri koma að. Sem hafi hnökralaust á þessu ári tryggt brottvísun um eitt þúsund einstaklinga. „Það er engin ástæða til að efast um kerfið í heild sinni,“ segir Bjarni og að hér sé að ræða einstakt tilvik. Það sé óvanalegt að slíkt sé tekið fyrir í ríkisstjórn. Þau hafi ekki séð neitt sérstakt við málið í sínum umræðum og því standi það áfram í því ferli sem það er. Að brottvísunin standi. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Bjarni segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans ekki einsdæmi. Það hafi gerst áður að brottvísun hafi verið frestað. Það hafi komið fram beiðni frá ráðherra Vinstri grænna að málið yrði skýrt betur áður en af brottvísuninni yrði. „Við því var orðið og við höfum verið að funda um það,“ segir Bjarni og að beiðninni hafi ekki verið svarað undir hótunum frá Vinstri grænum. Rætt var við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fylgja verði lögum Hann segir að beiðni Vinstri grænna hafi fylgt efasemdir um þessa framkvæmd. Það hafi verið farið ofan í þetta allt á fundi ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan sé sú að það verði að fylgja lögum. Bjarni segir að honum virðist hafa verið staðið ágætlega að ákvörðuninni um að brottvísa Yazan. Hann hafi ekki séð neitt við ákvörðunina sem sýni að ekki hafi verið rétt staðið að henni. Hann segir Vinstri græna hafa haft áhyggjur af framkvæmdinni samt sem áður. Hann segir að á árinu hafi verið framkvæmdar um eitt þúsund brottvísanir og það hafi verið mat dómsmálaráðherra að það mætti láta á það reyna hvort það væri hægt að fresta henni. Brottvísunin standi sem áður. Ákvörðun hennar hafi aðeins snúið að því hvort það mætti fresta henni. Bjarni segir ljóst að ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísunina. „Það sem okkur munar um er að það séu reglur sem eiga að gilda um alla. Það er algert grundvallaratriði,“ segir Bjarni og að það sé verið að treysta á viðamikið kerfi sem lögreglan og fleiri koma að. Sem hafi hnökralaust á þessu ári tryggt brottvísun um eitt þúsund einstaklinga. „Það er engin ástæða til að efast um kerfið í heild sinni,“ segir Bjarni og að hér sé að ræða einstakt tilvik. Það sé óvanalegt að slíkt sé tekið fyrir í ríkisstjórn. Þau hafi ekki séð neitt sérstakt við málið í sínum umræðum og því standi það áfram í því ferli sem það er. Að brottvísunin standi.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33
Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44