„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:13 Aron Bjarnason skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/ Pawel „Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag. Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira