Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. september 2024 12:17 Frá fyrri leik HK og Breiðabliks á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinni Vísir/Diego Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. Breiðablik getur tyllt sér á topp Bestu deildarinnar með jafntefli eða sigri gegn grönnum sínum í HK í dag þar sem að liðin mætast í Kópavogsslag og þar með varpað pressunni yfir á Víkinga sem eiga leik á morgun en liðin eru núna jöfn að stigum á toppi bestu deildarinnar. HK-ingar þrá sömuleiðis stigin þrjú sem myndu sjá til þess að þeir færðust fjær fallsæti. „Hann horfir bara nokkuð vel við mér. Þetta er bara þannig leikur að sama hvar liðin eru í töflunni þá er hann alltaf mjög sérstakur,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego „Minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki“ HK-ingar hafa verið að sækja mikilvæga sigra í undanförnum leikjum. Úrslit sem gefa tilefni til bjartsýni þó svo að andstæðingur dagsins sé það lið í Bestu deildinni sem er á besta skriðinu um þessar mundir. „Eftir sigurinn gegn Fram, fyrir landsleikjahléið, sagði ég að það kæmi dálítið betur í ljós seinna í dag hvað sá sigur gaf okkur. Fyrir þetta hlé náðum við inn tveimur heimasigrum með stuttu millibili sem gefa okkur aukna trúa á verkefnið. Úrslit sem sjá til þess að það er aðeins léttara yfir okkur og minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki.“ Kópavogsslagir HK og Breiðabliks hafa verið fjörugir upp á síðkastið. HK-ingar töpuðu fyrri leiknum gegn Blikum á yfirstandandi tímabili í Kórnum eftir að hafa tímabilið þar áður unnið báða leiki liðanna í miklum markaleikjum. Liðin standa í ströngu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir þessa lokaumferð Bestu deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvo helminga. Sigur í dag myndi gefa HK-ingum, sem eru núna tveimur stigum frá fallsæti, mikinn byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppnina á meðan að Breiðablik má ekki við að misstíga sig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við ríkjandi meistara Víkings Reykjavíkur þar sem að liðin eru núna jöfn að stigum á toppi deildarinnar. „Þetta er sérstakur leikur á þann hátt að sama hvað er undir miðað við sæti í deild þá er alltaf smá auka fiðringur, auka spenningur fyrir því að fara með sigur af hólmi. Auðvitað er hann mikilvægur fyrir okkur í þeirri baráttu sem að við stöndum nú í og sömuleiðis er hann mikilvægur Blikum í þeirra baráttu. Baráttan fyrir einhverjum ákveðnum montrétti og stolti gagnvart þessum leik næstu daga er líka mönnum ofarlega í huga.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem er á fljúgandi siglingu í Bestu deildinni um þessar mundir og þráir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Víkingum.Vísir/Anton Brink Hvað þurfið þið að varast í leik Blika í dag? „Við þurfum bara að vera tilbúnir í leik sem verður spilaður af hárri ákefð. Blikarnir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir spila leikina til enda. Spila á háu tempói í gegnum allan leikinn sama hver staðan er. Við þurfum klárlega að búa okkur undir erfiðan leik og mikla baráttu. Upplifun okkar af leikjunum tveimur við þá á síðasta tímabili gefur þeim sem voru í þeim leikjum extra orku til þess að sækja sigurinn og reyna að endurlifa þá tilfinningu. Þá gírun sem var í kringum þá viðburði.“ Leikur Breiðabliks og HK í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 16:45. Besta deild karla HK Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Breiðablik getur tyllt sér á topp Bestu deildarinnar með jafntefli eða sigri gegn grönnum sínum í HK í dag þar sem að liðin mætast í Kópavogsslag og þar með varpað pressunni yfir á Víkinga sem eiga leik á morgun en liðin eru núna jöfn að stigum á toppi bestu deildarinnar. HK-ingar þrá sömuleiðis stigin þrjú sem myndu sjá til þess að þeir færðust fjær fallsæti. „Hann horfir bara nokkuð vel við mér. Þetta er bara þannig leikur að sama hvar liðin eru í töflunni þá er hann alltaf mjög sérstakur,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego „Minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki“ HK-ingar hafa verið að sækja mikilvæga sigra í undanförnum leikjum. Úrslit sem gefa tilefni til bjartsýni þó svo að andstæðingur dagsins sé það lið í Bestu deildinni sem er á besta skriðinu um þessar mundir. „Eftir sigurinn gegn Fram, fyrir landsleikjahléið, sagði ég að það kæmi dálítið betur í ljós seinna í dag hvað sá sigur gaf okkur. Fyrir þetta hlé náðum við inn tveimur heimasigrum með stuttu millibili sem gefa okkur aukna trúa á verkefnið. Úrslit sem sjá til þess að það er aðeins léttara yfir okkur og minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki.“ Kópavogsslagir HK og Breiðabliks hafa verið fjörugir upp á síðkastið. HK-ingar töpuðu fyrri leiknum gegn Blikum á yfirstandandi tímabili í Kórnum eftir að hafa tímabilið þar áður unnið báða leiki liðanna í miklum markaleikjum. Liðin standa í ströngu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir þessa lokaumferð Bestu deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvo helminga. Sigur í dag myndi gefa HK-ingum, sem eru núna tveimur stigum frá fallsæti, mikinn byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppnina á meðan að Breiðablik má ekki við að misstíga sig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við ríkjandi meistara Víkings Reykjavíkur þar sem að liðin eru núna jöfn að stigum á toppi deildarinnar. „Þetta er sérstakur leikur á þann hátt að sama hvað er undir miðað við sæti í deild þá er alltaf smá auka fiðringur, auka spenningur fyrir því að fara með sigur af hólmi. Auðvitað er hann mikilvægur fyrir okkur í þeirri baráttu sem að við stöndum nú í og sömuleiðis er hann mikilvægur Blikum í þeirra baráttu. Baráttan fyrir einhverjum ákveðnum montrétti og stolti gagnvart þessum leik næstu daga er líka mönnum ofarlega í huga.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem er á fljúgandi siglingu í Bestu deildinni um þessar mundir og þráir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Víkingum.Vísir/Anton Brink Hvað þurfið þið að varast í leik Blika í dag? „Við þurfum bara að vera tilbúnir í leik sem verður spilaður af hárri ákefð. Blikarnir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir spila leikina til enda. Spila á háu tempói í gegnum allan leikinn sama hver staðan er. Við þurfum klárlega að búa okkur undir erfiðan leik og mikla baráttu. Upplifun okkar af leikjunum tveimur við þá á síðasta tímabili gefur þeim sem voru í þeim leikjum extra orku til þess að sækja sigurinn og reyna að endurlifa þá tilfinningu. Þá gírun sem var í kringum þá viðburði.“ Leikur Breiðabliks og HK í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 16:45.
Besta deild karla HK Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira