Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2024 20:04 Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna, sem segir stöðu sauðfjárræktarinnar mjög bjarta. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Lömbin koma væn af fjalli og eru harðholda “segir fjallkóngur Hrunamanna en réttað var í Hrunaréttum Í Hrunamannahreppi í dag og í Skaftholtsréttum í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira