Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 18:01 Kylian Mbappé og Orri Steinn Óskarsson verða væntanlega á ferðinni annað kvöld þegar Real Madrid sækir Real Sociedad heim. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er staðráðinn í að skora fjölda marka fyrir sitt nýja lið Real Sociedad sem greiddi metverð til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum. Á morgun er stórleikur við Evrópumeistara Real Madrid. Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri. Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri.
Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira