Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2024 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir með tveimur liðsfélögum sínum í Bayern á kynningarkvöldi heimildaþáttanna „Mehr als 90 minuten“. Þetta eru þær Klara Bühl og Linda Sembrant. @fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir er að sjálfsögðu í stóru hlutverki í nýjum heimildarmyndaþáttum um kvennalið Bayern München en fyrsti þátturinn var frumsýndur í gær. Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira