CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2024 14:43 EVE Frontier deilir söguheimi með EVE Online en gerist 23 þúsund ár í framtíðinni. CCP Tölvuleikjafyrirtækið CCP opinberaði í dag nýjan tölvuleik sem hefur verið í smíðum hjá fyrirtækinu hér á Íslandi. Leikurinn ber heitið EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP. Í grunninn er EVE Frontier fjölspilunarleikur sem gengur út á að lifa af í harðneskjulegum heimi. Á ensku kallast þessir leikir „Survival MMO“ en þessi leikur gerist á einum vefþjóni þannig að allir spilarar lifa í sama heiminum, eins og í EVE Online, en sá heimur spannar þúsundir sólkerfa. Hér að neðan má sjá fyrstu stiklu leiksins. „EVE Frontier kemur með nýja nálgun í heimi survival-leikja þar sem spilararnir sjálfir byggja upp innviði leiksins, hagkerfi og samfélög í risavöxnum heimi. Við erum að búa til upplifun þar sem ákvarðanir hafa áhrif, og afleiðingarnarnar geta orðið stjarnfræðilegar,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í tilkynningu. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.CCP Þá byggir leikurinn á bálkakeðjutækni eða „blockchain“ og mun það gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi og hafa aukin áhrif á leikinn, samkvæmt Eyrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra leikjaútgáfu CCP. „Hjá CCP ríkir ástríða fyrir nýsköpun og við erum afskaplega spennt að tilkynna um útgáfu nýs leiks sem hefur verið í þróun hjá okkur undanfarin tvö ár. Á meðan við nýtum þá reynslu og þekkingu sem útgáfa EVE Online og annara titla hefur gefið okkur undanfarin tuttugu ár, erum við óhrædd að fara nýjar slóðir í okkar vöruþróun. Hér nýtum við meðal annars bálkakeðjutækni til færa spilurum ný tækifæri og aukin áhrif, meðal annars til að móta nýtt stafrænt hagkerfi, og þar munu spilarar okkar, líkt og svo oft áður, eflaust koma okkur á óvart með sköpunarkrafti sínum,“ er haft eftir Eyrúnu í í áðurnefndri tilkynningu. Eyrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri leikjaútgáfu CCP.CCP Á vef leiksins segir að spilarar vakni í heimi þar sem siðmenningin hafi liðið undir lok, 23 þúsund árum eftir sögu EVE Online, og þurfa spilarar að lifa af gegn óvinveittum vélmennum og öðrum spilurum og berjast um takmarkaðar auðlindir heimsins. Leikjavísir Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Í grunninn er EVE Frontier fjölspilunarleikur sem gengur út á að lifa af í harðneskjulegum heimi. Á ensku kallast þessir leikir „Survival MMO“ en þessi leikur gerist á einum vefþjóni þannig að allir spilarar lifa í sama heiminum, eins og í EVE Online, en sá heimur spannar þúsundir sólkerfa. Hér að neðan má sjá fyrstu stiklu leiksins. „EVE Frontier kemur með nýja nálgun í heimi survival-leikja þar sem spilararnir sjálfir byggja upp innviði leiksins, hagkerfi og samfélög í risavöxnum heimi. Við erum að búa til upplifun þar sem ákvarðanir hafa áhrif, og afleiðingarnarnar geta orðið stjarnfræðilegar,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í tilkynningu. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.CCP Þá byggir leikurinn á bálkakeðjutækni eða „blockchain“ og mun það gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi og hafa aukin áhrif á leikinn, samkvæmt Eyrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra leikjaútgáfu CCP. „Hjá CCP ríkir ástríða fyrir nýsköpun og við erum afskaplega spennt að tilkynna um útgáfu nýs leiks sem hefur verið í þróun hjá okkur undanfarin tvö ár. Á meðan við nýtum þá reynslu og þekkingu sem útgáfa EVE Online og annara titla hefur gefið okkur undanfarin tuttugu ár, erum við óhrædd að fara nýjar slóðir í okkar vöruþróun. Hér nýtum við meðal annars bálkakeðjutækni til færa spilurum ný tækifæri og aukin áhrif, meðal annars til að móta nýtt stafrænt hagkerfi, og þar munu spilarar okkar, líkt og svo oft áður, eflaust koma okkur á óvart með sköpunarkrafti sínum,“ er haft eftir Eyrúnu í í áðurnefndri tilkynningu. Eyrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri leikjaútgáfu CCP.CCP Á vef leiksins segir að spilarar vakni í heimi þar sem siðmenningin hafi liðið undir lok, 23 þúsund árum eftir sögu EVE Online, og þurfa spilarar að lifa af gegn óvinveittum vélmennum og öðrum spilurum og berjast um takmarkaðar auðlindir heimsins.
Leikjavísir Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira