Var með ferðatöskuna tilbúna af því að Liverpool ætlaði að kaupa hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 11:31 César Huerta hefur verið að gera góða hluti með liði Pumas í Mexíkó og Liverpool hafði áhuga á því að kaupa hann. Getty/Manuel Velasquez Mexíkóski kantmaðurinn César „Chino“ Huerta var að eigin sögn mjög nálægt því að ganga til liðs við Liverpool í sumar. Huerta segist jafnframt ekki vera búinn að gefa upp vonina um að komast einhvern tímann í ensku úrvalsdeildina en mögulega var þetta þó stóra tækifærið. Liverpool var í viðræðum við mexíkóska liðið Puma á síðustu dögum félagsskiptagluggans en ekkert varð af kaupunum á endanum. Huerta er örvfættur en getur spilað í öllum stöðunum fremst á vellinum. Mexíkóski landsliðsmaðurinn er líka bara 23 ára gamall. Hann ræddi áhuga Liverpool og sagðist hafa verið að undirbúa ferðalag til Liverpool á síðasta degi gluggans. „Það kom upp eitthvað vandamál. Ég var búinn að pakka í ferðatöskuna en þetta gekk ekki eftir. Ég veit vel að þetta er lest sem kemur aðeins einu sinni við hjá þér,“ sagði Huerta við ESPN. Það leit út fyrir að Liverpool ætlaði að kaupa hann af Pumas en að hann myndi síðan fara á láni til annars liðs í Evrópu á þessari leiktíð. Lið Arne Slot var búið að fylla kvóta sinn af leikmönnum utan Evrópu. „Þetta hafði ekkert með leikmanninn eða félagið okkar að gera. Leikmaðurinn vildi fara. Liverpool sér hæfileikana hjá Huerta en aðstæður innanhúss hjá þeim sá til þess að ekkert varð að þessu,“ sagði Luis Gonzalez, forseti Pumas. LE DARÁN SEGUIMIENTO 🐾👀Informa Adriana Maldonado que aunque se cayó la transferencia de César Huerta al Liverpool, el equipo de la Premier League lo va a continuar siguiendo para un un posible movimiento en el próximo mercado. ¡NUESTRO CHINO! 🥹🙏🏼 pic.twitter.com/MYjNbsRdfx— Fan Puma (@FanPumaOficial) August 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Huerta segist jafnframt ekki vera búinn að gefa upp vonina um að komast einhvern tímann í ensku úrvalsdeildina en mögulega var þetta þó stóra tækifærið. Liverpool var í viðræðum við mexíkóska liðið Puma á síðustu dögum félagsskiptagluggans en ekkert varð af kaupunum á endanum. Huerta er örvfættur en getur spilað í öllum stöðunum fremst á vellinum. Mexíkóski landsliðsmaðurinn er líka bara 23 ára gamall. Hann ræddi áhuga Liverpool og sagðist hafa verið að undirbúa ferðalag til Liverpool á síðasta degi gluggans. „Það kom upp eitthvað vandamál. Ég var búinn að pakka í ferðatöskuna en þetta gekk ekki eftir. Ég veit vel að þetta er lest sem kemur aðeins einu sinni við hjá þér,“ sagði Huerta við ESPN. Það leit út fyrir að Liverpool ætlaði að kaupa hann af Pumas en að hann myndi síðan fara á láni til annars liðs í Evrópu á þessari leiktíð. Lið Arne Slot var búið að fylla kvóta sinn af leikmönnum utan Evrópu. „Þetta hafði ekkert með leikmanninn eða félagið okkar að gera. Leikmaðurinn vildi fara. Liverpool sér hæfileikana hjá Huerta en aðstæður innanhúss hjá þeim sá til þess að ekkert varð að þessu,“ sagði Luis Gonzalez, forseti Pumas. LE DARÁN SEGUIMIENTO 🐾👀Informa Adriana Maldonado que aunque se cayó la transferencia de César Huerta al Liverpool, el equipo de la Premier League lo va a continuar siguiendo para un un posible movimiento en el próximo mercado. ¡NUESTRO CHINO! 🥹🙏🏼 pic.twitter.com/MYjNbsRdfx— Fan Puma (@FanPumaOficial) August 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira