„Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2024 19:26 Hulda Brá Magnadóttir starfar sem heila- og taugaskurðlæknir í New Hampshire í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið. Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira