Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 07:33 Hin ástralska Raygun náði engum árangri á Ólympíuleikunum í París er samt best í heimi samkvæmt nýjasta heimslista Alþjóða dansambandsins. Getty/Elsa Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla. Dans Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla.
Dans Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira