Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 16:31 Aron Leo er að gera góða hluti og kemur sigurreifur heim frá Englandi Myndir: Krzysztof Duda Aron Leó Jóhannsson, sigraði sinn annan atvinnumannabardaga í MMA um helgina. Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr. MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr.
MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira