Voru einni stórri tá frá því að vinna meistarana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. september 2024 10:31 Mahomes og Xavier Worthy fagna eftir leik. vísir/getty Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt er meistarar Kansas City Chiefs tóku á móti Baltimore Ravens. Meistararnir höfðu betur, 27-20, í hörkuleik. Leikurinn var stórskemmtilegur. Chiefs leiddi lengstum en Hrafnarnir aldrei langt undan og þeir voru ótrúlega nærri því að jafna í lok leiksins. Um leið og leiktíminn rann út þá greip Isaiah Likely boltann í endamarkinu og minnkaði muninn í eitt stig. Ravens gat þá jafnað með auðveldu aukastigi, og sett leikinn í framlengingu, eða reynt við tvö stig til að vinna leikinn. Þeir ætluðu sér að reyna að við tvö stig og vinna leikinn. Allt eða ekkert. The Ravens were THIS CLOSE to scoring the game-tying touchdown 👀#Kickoff2024 pic.twitter.com/08KjTVFHQZ— NFL (@NFL) September 6, 2024 Á sama tíma voru dómararnir að skoða snertimark Likely. Við nánari skoðun kom í ljós að stóra táin á honum var utan vallar. Því var snertimarkið dæmt af og Chiefs vann. Þetta er svo sannarlega íþrótt millimetranna. Likely var svekktur eftir leik eins og sjá má. 🚨NEWS: #Ravens TE Isaiah Likely yelled “F*CK YOU B*TCH” to a #Chiefs fan while walking off the field after losing tonight(via @landonian87) pic.twitter.com/PC8QKknlht— MLFootball (@_MLFootball) September 6, 2024 Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, var frábær eins og alltaf. Stjarna leiksins var þó nýliðaútherji Chiefs, Xavier Worthy, sem skoraði tvö snertimörk í leiknum. Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, var frábær. Kastaði fyrir 273 jördum og hljóp eina 122 jarda þess utan. Það dugði þó ekki til. Nýi hlaupari liðsins, Derrick Henry, fór rólega af stað þó svo hann hefði skorað í fyrstu sókn liðsins. Hann endaði með 46 hlaupajarda. Deildin heldur áfram í kvöld er Philadelphia Eagles og Green Bay Packers mætast í Sao Paulo í Brasilíu. Á sunnudag verður Stöð 2 Sport svo með tvo leiki í beinni sem og að hægt verður að horfa á NFL Redzone þar sem allir leikir eru í beinni á sama stað. NFL Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Leikurinn var stórskemmtilegur. Chiefs leiddi lengstum en Hrafnarnir aldrei langt undan og þeir voru ótrúlega nærri því að jafna í lok leiksins. Um leið og leiktíminn rann út þá greip Isaiah Likely boltann í endamarkinu og minnkaði muninn í eitt stig. Ravens gat þá jafnað með auðveldu aukastigi, og sett leikinn í framlengingu, eða reynt við tvö stig til að vinna leikinn. Þeir ætluðu sér að reyna að við tvö stig og vinna leikinn. Allt eða ekkert. The Ravens were THIS CLOSE to scoring the game-tying touchdown 👀#Kickoff2024 pic.twitter.com/08KjTVFHQZ— NFL (@NFL) September 6, 2024 Á sama tíma voru dómararnir að skoða snertimark Likely. Við nánari skoðun kom í ljós að stóra táin á honum var utan vallar. Því var snertimarkið dæmt af og Chiefs vann. Þetta er svo sannarlega íþrótt millimetranna. Likely var svekktur eftir leik eins og sjá má. 🚨NEWS: #Ravens TE Isaiah Likely yelled “F*CK YOU B*TCH” to a #Chiefs fan while walking off the field after losing tonight(via @landonian87) pic.twitter.com/PC8QKknlht— MLFootball (@_MLFootball) September 6, 2024 Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, var frábær eins og alltaf. Stjarna leiksins var þó nýliðaútherji Chiefs, Xavier Worthy, sem skoraði tvö snertimörk í leiknum. Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, var frábær. Kastaði fyrir 273 jördum og hljóp eina 122 jarda þess utan. Það dugði þó ekki til. Nýi hlaupari liðsins, Derrick Henry, fór rólega af stað þó svo hann hefði skorað í fyrstu sókn liðsins. Hann endaði með 46 hlaupajarda. Deildin heldur áfram í kvöld er Philadelphia Eagles og Green Bay Packers mætast í Sao Paulo í Brasilíu. Á sunnudag verður Stöð 2 Sport svo með tvo leiki í beinni sem og að hægt verður að horfa á NFL Redzone þar sem allir leikir eru í beinni á sama stað.
NFL Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira