Voru einni stórri tá frá því að vinna meistarana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. september 2024 10:31 Mahomes og Xavier Worthy fagna eftir leik. vísir/getty Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt er meistarar Kansas City Chiefs tóku á móti Baltimore Ravens. Meistararnir höfðu betur, 27-20, í hörkuleik. Leikurinn var stórskemmtilegur. Chiefs leiddi lengstum en Hrafnarnir aldrei langt undan og þeir voru ótrúlega nærri því að jafna í lok leiksins. Um leið og leiktíminn rann út þá greip Isaiah Likely boltann í endamarkinu og minnkaði muninn í eitt stig. Ravens gat þá jafnað með auðveldu aukastigi, og sett leikinn í framlengingu, eða reynt við tvö stig til að vinna leikinn. Þeir ætluðu sér að reyna að við tvö stig og vinna leikinn. Allt eða ekkert. The Ravens were THIS CLOSE to scoring the game-tying touchdown 👀#Kickoff2024 pic.twitter.com/08KjTVFHQZ— NFL (@NFL) September 6, 2024 Á sama tíma voru dómararnir að skoða snertimark Likely. Við nánari skoðun kom í ljós að stóra táin á honum var utan vallar. Því var snertimarkið dæmt af og Chiefs vann. Þetta er svo sannarlega íþrótt millimetranna. Likely var svekktur eftir leik eins og sjá má. 🚨NEWS: #Ravens TE Isaiah Likely yelled “F*CK YOU B*TCH” to a #Chiefs fan while walking off the field after losing tonight(via @landonian87) pic.twitter.com/PC8QKknlht— MLFootball (@_MLFootball) September 6, 2024 Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, var frábær eins og alltaf. Stjarna leiksins var þó nýliðaútherji Chiefs, Xavier Worthy, sem skoraði tvö snertimörk í leiknum. Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, var frábær. Kastaði fyrir 273 jördum og hljóp eina 122 jarda þess utan. Það dugði þó ekki til. Nýi hlaupari liðsins, Derrick Henry, fór rólega af stað þó svo hann hefði skorað í fyrstu sókn liðsins. Hann endaði með 46 hlaupajarda. Deildin heldur áfram í kvöld er Philadelphia Eagles og Green Bay Packers mætast í Sao Paulo í Brasilíu. Á sunnudag verður Stöð 2 Sport svo með tvo leiki í beinni sem og að hægt verður að horfa á NFL Redzone þar sem allir leikir eru í beinni á sama stað. NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira
Leikurinn var stórskemmtilegur. Chiefs leiddi lengstum en Hrafnarnir aldrei langt undan og þeir voru ótrúlega nærri því að jafna í lok leiksins. Um leið og leiktíminn rann út þá greip Isaiah Likely boltann í endamarkinu og minnkaði muninn í eitt stig. Ravens gat þá jafnað með auðveldu aukastigi, og sett leikinn í framlengingu, eða reynt við tvö stig til að vinna leikinn. Þeir ætluðu sér að reyna að við tvö stig og vinna leikinn. Allt eða ekkert. The Ravens were THIS CLOSE to scoring the game-tying touchdown 👀#Kickoff2024 pic.twitter.com/08KjTVFHQZ— NFL (@NFL) September 6, 2024 Á sama tíma voru dómararnir að skoða snertimark Likely. Við nánari skoðun kom í ljós að stóra táin á honum var utan vallar. Því var snertimarkið dæmt af og Chiefs vann. Þetta er svo sannarlega íþrótt millimetranna. Likely var svekktur eftir leik eins og sjá má. 🚨NEWS: #Ravens TE Isaiah Likely yelled “F*CK YOU B*TCH” to a #Chiefs fan while walking off the field after losing tonight(via @landonian87) pic.twitter.com/PC8QKknlht— MLFootball (@_MLFootball) September 6, 2024 Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, var frábær eins og alltaf. Stjarna leiksins var þó nýliðaútherji Chiefs, Xavier Worthy, sem skoraði tvö snertimörk í leiknum. Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, var frábær. Kastaði fyrir 273 jördum og hljóp eina 122 jarda þess utan. Það dugði þó ekki til. Nýi hlaupari liðsins, Derrick Henry, fór rólega af stað þó svo hann hefði skorað í fyrstu sókn liðsins. Hann endaði með 46 hlaupajarda. Deildin heldur áfram í kvöld er Philadelphia Eagles og Green Bay Packers mætast í Sao Paulo í Brasilíu. Á sunnudag verður Stöð 2 Sport svo með tvo leiki í beinni sem og að hægt verður að horfa á NFL Redzone þar sem allir leikir eru í beinni á sama stað.
NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira