Ekki gott að æfa of nálægt háttatíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 21:02 Erla Björnsdóttir segir það skipta máli hvenær hreyfing fer fram upp á svefn að gera, þó það skipti líka máli um hverskonar hreyfingu sé að ræða. Vísir/Vilhelm Besti tíminn til að stunda líkamsrækt er síðdegis en að stunda of ákafa hreyfingu stuttu fyrir háttatíma getur orðið til þess að viðkomandi nær ekki að sofna. Þetta segir svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“ Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Dóttirin algjör draumur Menning Skilar ánægðara starfsfólki Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“
Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Dóttirin algjör draumur Menning Skilar ánægðara starfsfólki Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“