Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 14:30 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, sem er á leið á EM næsta sumar, hefur þurft að leika annars staðar en á Laugardalsvelli vegna þess að grasvöllurinn dugar ekki yfir vetrarmánuðina. vísir/Anton Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira