Ten Hag um söluna á McTominay: „Uppaldir leikmenn eru verðmætari“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Scott McTominay og Erik ten Hag á góðri stundu. Michael Regan/Getty Images Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, er ekki sáttur með að félagið hafi selt Scott McTominay til Napoli á Ítalíu en því miður hafi félagið þurft þess þar sem „uppaldir“ leikmenn eru hreinlega verðmætari. Þökk sé fjárhagsregluverkinu sem lið ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að vinna eftir þá eru uppaldir leikmenn verðmætari þar sem þeir eru „hreinn gróði.“ Man United þurfti á auknu fjármagni að halda til að geta keypt Manuel Ugarte frá París Saint-Germain. Þar kom salan á McTominay inn í og því gat félagið fest kaup á úrúgvæska landsliðsmanninum um leið og Skotinn var farinn til Ítalíu. Ten Hag hefði hins vegar viljað halda hinum sterkbyggða Scott í sínum röðum. Scott is proud to be one of us!💙 #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeMcTominay pic.twitter.com/eBHjKa49ZO— Official SSC Napoli (@sscnapoli) August 30, 2024 „Það voru blendnar tilfinningar að sjá Scott fara. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd en ég hefði viljað halda honum hér frekar en að missa hann. Hann er Manchester United í gegn og var mjög mikilvægur fyrir félagið.“ „Hann hefur verið hér í 22 ár en því miður er regluverkið svona, uppaldir leikmenn eru verðmætari. Þó það sé ekki jákvætt að missa hann var þetta góður díll fyrir alla aðila, Scott er ánægður, við erum ánægðir sem og Napoli,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi á föstudag. "He's Man Utd in every vein." 🩸Here's what Erik ten Hag had to say about Scott McTominay's departure to Napoli...#DeadlineDay pic.twitter.com/D7ypOHuR6O— BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2024 Man United er með þrjú stig eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni og mætir Liverpool á Old Trafford á morgun, sunnudag. Sama á við um Napoli sem mætir Parma síðar í dag. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38 Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Þökk sé fjárhagsregluverkinu sem lið ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að vinna eftir þá eru uppaldir leikmenn verðmætari þar sem þeir eru „hreinn gróði.“ Man United þurfti á auknu fjármagni að halda til að geta keypt Manuel Ugarte frá París Saint-Germain. Þar kom salan á McTominay inn í og því gat félagið fest kaup á úrúgvæska landsliðsmanninum um leið og Skotinn var farinn til Ítalíu. Ten Hag hefði hins vegar viljað halda hinum sterkbyggða Scott í sínum röðum. Scott is proud to be one of us!💙 #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeMcTominay pic.twitter.com/eBHjKa49ZO— Official SSC Napoli (@sscnapoli) August 30, 2024 „Það voru blendnar tilfinningar að sjá Scott fara. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd en ég hefði viljað halda honum hér frekar en að missa hann. Hann er Manchester United í gegn og var mjög mikilvægur fyrir félagið.“ „Hann hefur verið hér í 22 ár en því miður er regluverkið svona, uppaldir leikmenn eru verðmætari. Þó það sé ekki jákvætt að missa hann var þetta góður díll fyrir alla aðila, Scott er ánægður, við erum ánægðir sem og Napoli,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi á föstudag. "He's Man Utd in every vein." 🩸Here's what Erik ten Hag had to say about Scott McTominay's departure to Napoli...#DeadlineDay pic.twitter.com/D7ypOHuR6O— BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2024 Man United er með þrjú stig eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni og mætir Liverpool á Old Trafford á morgun, sunnudag. Sama á við um Napoli sem mætir Parma síðar í dag.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38 Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38
Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31