Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 07:31 Gylfi Þór fagnar marki í leiknum sem hann sló markametið í október í fyrra. Hann hefur ekki spilað síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag. Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira