Merino mættur í Arsenal: „Sigurvegari með gríðarleg gæði“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 15:14 Mikel Merino er búinn að skrifa undir hjá Arsenal. Arsenal.com Arsenal kynnti í dag spænska landsliðsmanninn Mikel Merino til leiks sem sinn nýjasta leikmann. Enska knattspyrnufélagið greiðir 31,6 milljónir punda fyrir hann, að meðtöldum 4,2 milljóna punda aukagreiðslum. Merino, sem er 28 ára, er ein af EM-hetjum Spánar frá því í sumar þegar liðið vann titilinn í Þýskalandi. Hann skoraði þar sigurmarkið dýrmæta gegn Þjóðverjum í framlengdum leik í 8-liða úrslitum. Merino er þriðji leikmaðurinn sem að Arsenal kaupir í sumarglugganum en áður hafði félagið fengið ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori og gengið frá kaupum á spænska markverðinum David Raya sem áður hafði komið að láni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Merino er miðjumaður og þekkir til í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið þar í eitt ár með Newcastle, áður en hann fór til Real Sociedad árið 2018. Þar lék hann með Martin Ödegaard í eina leiktíð, og endurnýja þeir nú samstarf sitt. „Mikel er leikmaður sem færir okkur gríðarleg gæði með reynslu sinni og fjölhæfni. Hann hefur spilað á hæsta stigi leiksins með bæði félagsliði og landsliði, í fjölda leiktíða. Mikel gerir hópinn okkar umtalsvert sterkari, með tæknilegum hæfleikum sínum ásamt sterkum og jákvæðum karaktereinkennum,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal. „Eins og við sáum öll í sumar þá er Mikel líka sigurvegari, eins og frammistaða hans með Spáni á EM sýndi. Við erum í skýjunum með að geta boðið Mikel og fjölskyldu hans velkomin til félagsins, og getum ekki beðið eftir því að byrja að vinna með honum,“ sagði Mikel. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Merino, sem er 28 ára, er ein af EM-hetjum Spánar frá því í sumar þegar liðið vann titilinn í Þýskalandi. Hann skoraði þar sigurmarkið dýrmæta gegn Þjóðverjum í framlengdum leik í 8-liða úrslitum. Merino er þriðji leikmaðurinn sem að Arsenal kaupir í sumarglugganum en áður hafði félagið fengið ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori og gengið frá kaupum á spænska markverðinum David Raya sem áður hafði komið að láni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Merino er miðjumaður og þekkir til í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið þar í eitt ár með Newcastle, áður en hann fór til Real Sociedad árið 2018. Þar lék hann með Martin Ödegaard í eina leiktíð, og endurnýja þeir nú samstarf sitt. „Mikel er leikmaður sem færir okkur gríðarleg gæði með reynslu sinni og fjölhæfni. Hann hefur spilað á hæsta stigi leiksins með bæði félagsliði og landsliði, í fjölda leiktíða. Mikel gerir hópinn okkar umtalsvert sterkari, með tæknilegum hæfleikum sínum ásamt sterkum og jákvæðum karaktereinkennum,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal. „Eins og við sáum öll í sumar þá er Mikel líka sigurvegari, eins og frammistaða hans með Spáni á EM sýndi. Við erum í skýjunum með að geta boðið Mikel og fjölskyldu hans velkomin til félagsins, og getum ekki beðið eftir því að byrja að vinna með honum,“ sagði Mikel.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira