„Hjartað langaði að halda áfram að eilífu“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 08:01 Alfreð í leiknum sögulega gegn Argentínu á HM í Rússlandi þar sem hann skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. vísir/getty Það urðu tímamót hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar er markahrókurinn Alfreð Finnbogason tilkynnti að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Alfreð spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010 gegn Færeyjum. Þegar upp var staðið hafði Alfreð náð að spila 73 landsleiki og hann skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrr í sumar. „Ég byrjaði að hugsa þetta vel og innilega eftir landsleikina í mars. Í fyrsta skipti í langan tíma kom ég ekkert við sögu og mér fannst vera breytingar varðandi mitt mikilvægi inn á vellinum. Ég hef verið með þetta í maganum í nokkra mánuði og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Sú tilfinning hefur ekkert farið frá mér síðan,“ segir Alfreð við íþróttadeild en það breytir því ekki að ákvörðunin var engu að síður erfið. Erfitt að sætta sig við að vera á eldri árum í boltanum „Ég var að fara með þetta fram og til baka. Þetta var erfitt og það er erfitt að sætta sig við að maður er kominn á eldri árin í fótboltanum. Hjartaðlangaði að halda áfram að eilífu. Því meira sem ég hef hugsað um þetta finnst mér tímapunkturinn vera réttur. Það eru kynslóðaskipti og það eru góðir menn í minni stöðu núna sem geta tekið við keflinu.“ Alfreð spjallaði við Åge Hareide landsliðsþjálfara í byrjun ágúst en tók endanlega ákvörðun í síðustu viku. Er mjög stoltur Hann hefur eðli málsins samkvæmt safnað mörgun góðum minningum í bankann og horfir sáttur til baka á landsliðsferilinn. „Það eru mörg augnablik en ef ég á að taka út eitt augnablik er það auðvitað að skora á HM. Í stóru myndinni er það auðvitað að fara á stórmót sem Íslendingur. Það er eitthvað sem var ekkert mjög raunhæfur möguleiki fyrir nokkrum árum,“ segir Alfreð stoltur. „Að vera einn 23 leikmanna sem var fyrir Íslands hönd á EM og HM er eitthvað sem gerir mig ótrúlega stoltan. Svo er það auðvitað þessi vinátta leikmanna sem er sérstök og eitthvað sem mun endast út ævina.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Alfreð spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010 gegn Færeyjum. Þegar upp var staðið hafði Alfreð náð að spila 73 landsleiki og hann skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrr í sumar. „Ég byrjaði að hugsa þetta vel og innilega eftir landsleikina í mars. Í fyrsta skipti í langan tíma kom ég ekkert við sögu og mér fannst vera breytingar varðandi mitt mikilvægi inn á vellinum. Ég hef verið með þetta í maganum í nokkra mánuði og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Sú tilfinning hefur ekkert farið frá mér síðan,“ segir Alfreð við íþróttadeild en það breytir því ekki að ákvörðunin var engu að síður erfið. Erfitt að sætta sig við að vera á eldri árum í boltanum „Ég var að fara með þetta fram og til baka. Þetta var erfitt og það er erfitt að sætta sig við að maður er kominn á eldri árin í fótboltanum. Hjartaðlangaði að halda áfram að eilífu. Því meira sem ég hef hugsað um þetta finnst mér tímapunkturinn vera réttur. Það eru kynslóðaskipti og það eru góðir menn í minni stöðu núna sem geta tekið við keflinu.“ Alfreð spjallaði við Åge Hareide landsliðsþjálfara í byrjun ágúst en tók endanlega ákvörðun í síðustu viku. Er mjög stoltur Hann hefur eðli málsins samkvæmt safnað mörgun góðum minningum í bankann og horfir sáttur til baka á landsliðsferilinn. „Það eru mörg augnablik en ef ég á að taka út eitt augnablik er það auðvitað að skora á HM. Í stóru myndinni er það auðvitað að fara á stórmót sem Íslendingur. Það er eitthvað sem var ekkert mjög raunhæfur möguleiki fyrir nokkrum árum,“ segir Alfreð stoltur. „Að vera einn 23 leikmanna sem var fyrir Íslands hönd á EM og HM er eitthvað sem gerir mig ótrúlega stoltan. Svo er það auðvitað þessi vinátta leikmanna sem er sérstök og eitthvað sem mun endast út ævina.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira