Elskuðu Fergie tímann en nú er Ten Hag tíminn að gera alla brjálaða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 07:32 Erik ten Hag er á sínu þriðja tímabili með Manchester United og alltof oft hefur liðið fengið á sig sigurmark á lokamínútunum síðan hann tók við. Getty/James Gill Manchester United tapaði enn á ný í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hafa fengið á sig sigurmark undir lok leiks. Tölfræðin er ekki knattspyrnustjóranum Erik ten Hag hliðholl þegar kemur að svekkjandi sigurmörkum mótherja undir lok leikja. Sir Alex Ferguson gerði Manchester United þrettán sinnum að Englandsmeisturum á sínum tíma og oftar en ekki var það svokallaður Fergie tími sem skilaði mikilvægum stigum í hús. Fergie tíminn var sá tími leiksins kallaður þegar United liðið þurfti nokkrar mínútur af viðbótartíma til að landa sigrum og oftar en ekki datt markið inn fyrir lokaflautið. Einu sinni elskuðu allir stuðningsmenn United Fergie tímann en nú er Ten Hag tíminn að gera sömu menn brjálaða. Sigurmark Brighton um helgina kom á fimmtu mínútu í uppbótatíma og tryggði liðinu 2-1 sigur á United. Joao Pedro var aleinn á fjærstönginni og skoraði með einföldum skalla. Þetta er í sjötta sinn sem United liðið fær á sig sigurmark á 90. mínútu eða síðar frá því að Ten Hag tók við liðinu. Á árunum 1992 til 2022, tuttugu tímabil áður en sá hollenski mætti á Old Trafford, þá fékk United aðeins samtals tvö slík sigurmörk á sig. Tvö sigurmörk á 90. mínútu og síðar er vissulega stórkostleg tölfræði á tveimur áratugum en það er svakalegt að þrefalda þá tölu á aðeins rúmum tveimur tímabilum eins og raunin er hjá liðinu undir stjórn Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Tölfræðin er ekki knattspyrnustjóranum Erik ten Hag hliðholl þegar kemur að svekkjandi sigurmörkum mótherja undir lok leikja. Sir Alex Ferguson gerði Manchester United þrettán sinnum að Englandsmeisturum á sínum tíma og oftar en ekki var það svokallaður Fergie tími sem skilaði mikilvægum stigum í hús. Fergie tíminn var sá tími leiksins kallaður þegar United liðið þurfti nokkrar mínútur af viðbótartíma til að landa sigrum og oftar en ekki datt markið inn fyrir lokaflautið. Einu sinni elskuðu allir stuðningsmenn United Fergie tímann en nú er Ten Hag tíminn að gera sömu menn brjálaða. Sigurmark Brighton um helgina kom á fimmtu mínútu í uppbótatíma og tryggði liðinu 2-1 sigur á United. Joao Pedro var aleinn á fjærstönginni og skoraði með einföldum skalla. Þetta er í sjötta sinn sem United liðið fær á sig sigurmark á 90. mínútu eða síðar frá því að Ten Hag tók við liðinu. Á árunum 1992 til 2022, tuttugu tímabil áður en sá hollenski mætti á Old Trafford, þá fékk United aðeins samtals tvö slík sigurmörk á sig. Tvö sigurmörk á 90. mínútu og síðar er vissulega stórkostleg tölfræði á tveimur áratugum en það er svakalegt að þrefalda þá tölu á aðeins rúmum tveimur tímabilum eins og raunin er hjá liðinu undir stjórn Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira