„Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. ágúst 2024 22:16 Árni Snær gefur skipanir til sinna manna. Vísir/Diego Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag. „Við vorum bara að spila helvíti fínt og náðum að leysa pressuna þeirra sem þeir voru að koma í mjög vel að mestu leyti. Svo bara það sem þeir eru góðir í, föst leikatriði og skyndisóknir, við náðum bara að loka helvíti vel á það.“ Er þetta í fimmta sinn á tímabilinu að Stjarnan heldur hreinu og hafa aðeins Blikar haldið oftar hreinu á tímabilinu. Árni Snær var sáttur með varnarleikinn í dag og segir mikilvægt að liðið virði þá vinnu sem leggja þarf á sig í varnarleik liðsins. „Þetta snýst bara um að vera allir saman í þessu og bara virða varnarleikinn í þessu dóti, eins og við gerðum núna, bara að taka ábyrgð á sínum manni eða svæði í föstum leikatriðum eða annars staðar á vellinum. Hver og einn tekur ábyrgð og þannig virkar þetta bara.“ Árni Snær.Vísir/Diego Eins og áður segir þá fleytti þessi sigur Stjörnunni upp um tvö sæti í deildinni og í hið eftirsótta sjötta sæti áður en deildin skiptist í tvennt. Árni Snær segist þó ekki mikið pæla í töflunni þó að sigurinn í kvöl hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið. „Hann var mjög mikilvægur án þess þó, allavegana ég er ekki mikið að pæla í stöðutöflunni. Það eru tveir leikir eftir og ef við fáum alvöru frammistöðu úr þeim og þrjú stig ofan á það þá verðum við bara sáttir. Síðan bara pælum við í töflunni eftir 22 leiki, ég er allavegana þannig.“ „Við erum ekkert að pæla í öðru dæmi, við erum bara að pæla í sjálfum okkur. Sama á móti hverjum við erum og hvenær sem leikurinn er þá reynum við bara að spila alveg eins. Svo bara pælum við í stöðutöflunni eftir 22. umferðir og svo aftur eftir 27. umferðir. Við reynum bara að spila okkar leik,“ sagði Árni Snær að lokum. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag. „Við vorum bara að spila helvíti fínt og náðum að leysa pressuna þeirra sem þeir voru að koma í mjög vel að mestu leyti. Svo bara það sem þeir eru góðir í, föst leikatriði og skyndisóknir, við náðum bara að loka helvíti vel á það.“ Er þetta í fimmta sinn á tímabilinu að Stjarnan heldur hreinu og hafa aðeins Blikar haldið oftar hreinu á tímabilinu. Árni Snær var sáttur með varnarleikinn í dag og segir mikilvægt að liðið virði þá vinnu sem leggja þarf á sig í varnarleik liðsins. „Þetta snýst bara um að vera allir saman í þessu og bara virða varnarleikinn í þessu dóti, eins og við gerðum núna, bara að taka ábyrgð á sínum manni eða svæði í föstum leikatriðum eða annars staðar á vellinum. Hver og einn tekur ábyrgð og þannig virkar þetta bara.“ Árni Snær.Vísir/Diego Eins og áður segir þá fleytti þessi sigur Stjörnunni upp um tvö sæti í deildinni og í hið eftirsótta sjötta sæti áður en deildin skiptist í tvennt. Árni Snær segist þó ekki mikið pæla í töflunni þó að sigurinn í kvöl hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið. „Hann var mjög mikilvægur án þess þó, allavegana ég er ekki mikið að pæla í stöðutöflunni. Það eru tveir leikir eftir og ef við fáum alvöru frammistöðu úr þeim og þrjú stig ofan á það þá verðum við bara sáttir. Síðan bara pælum við í töflunni eftir 22 leiki, ég er allavegana þannig.“ „Við erum ekkert að pæla í öðru dæmi, við erum bara að pæla í sjálfum okkur. Sama á móti hverjum við erum og hvenær sem leikurinn er þá reynum við bara að spila alveg eins. Svo bara pælum við í stöðutöflunni eftir 22. umferðir og svo aftur eftir 27. umferðir. Við reynum bara að spila okkar leik,“ sagði Árni Snær að lokum. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira