Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 17:59 Íris Ragnarsdóttir Pedersen er í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Vísir/Vilhelm Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira