Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 17:59 Íris Ragnarsdóttir Pedersen er í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Vísir/Vilhelm Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira