Sagði kórstjórann hafa hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 13:53 Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru konu á hendur kórstjóra sem konan sagði hafa hafa hótað sér og áreitt. Konan sagði kórstjórann hafa í síma hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ ef hún myndi mæta á fleiri æfingar. Þá átti kórstjórinn að hafa ætlað sér að „beita sambýlismanni [konunnar] við aðgerðina“. Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að samtalið hafi komið konunni í opna skjöldu og að hún hafi litið á það sem brottrekstur úr kórnum. Hafi hún litið svo á að um áreitni hafi verið að ræða í skilningi laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Kærunefndin svaraði kæru konunnar með tölvupósti í marsmánuði síðastliðinn þar sem henni var gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir efninu og var sérstaklega vakin áthygli á að áreitni yrði að tengjast einhverjum þeim þáttum sem um getur í lögunum til að nefnin gæti tekið málið til umfjöllunar. Konan svaraði þeim pósti þar sem hún héldi kærunni óbreyttri til streitu. Í lögunum segir um „áreitni“ að um sé að ræða hegðun sem tengist kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu þess sem fyrir henni verði og hafi þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans í málinu geti verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélaga verði að liggja fyrir upplýsingar sem tengjast þeim þáttum sem getið er um í lögunum til að kærunefndin geti tekið málið til meðferðar. „Í máli þessu liggja engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að kærunefnd hafi farið þess á leit við kæranda að bæta úr því. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá,“ segir í úrskurðinum. Vinnumarkaður Kórar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að samtalið hafi komið konunni í opna skjöldu og að hún hafi litið á það sem brottrekstur úr kórnum. Hafi hún litið svo á að um áreitni hafi verið að ræða í skilningi laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Kærunefndin svaraði kæru konunnar með tölvupósti í marsmánuði síðastliðinn þar sem henni var gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir efninu og var sérstaklega vakin áthygli á að áreitni yrði að tengjast einhverjum þeim þáttum sem um getur í lögunum til að nefnin gæti tekið málið til umfjöllunar. Konan svaraði þeim pósti þar sem hún héldi kærunni óbreyttri til streitu. Í lögunum segir um „áreitni“ að um sé að ræða hegðun sem tengist kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu þess sem fyrir henni verði og hafi þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans í málinu geti verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélaga verði að liggja fyrir upplýsingar sem tengjast þeim þáttum sem getið er um í lögunum til að kærunefndin geti tekið málið til meðferðar. „Í máli þessu liggja engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að kærunefnd hafi farið þess á leit við kæranda að bæta úr því. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá,“ segir í úrskurðinum.
Vinnumarkaður Kórar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira