Rúnar ósáttur eftir sárt tap: „Þeir vita það ekki sjálfir“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2024 20:07 Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni í dag. vísir/Diego „Við vitum ekki hvenær á að dæma víti og þeir vita það ekki sjálfir,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, svekktur eftir 2-1 tap gegn KA í mikilvægum slag í Bestu deildinni í dag. Rúnar var sérstaklega óánægður með atvik undir lok leiks, í stöðunni 1-1, þegar boltinn fór í hönd Ívars Arnar Árnasonar í vítateig KA: „Ég er búinn að skoða þetta atvik. Boltinn fer í löppina á varnarmanninum og svo upp í höndina hans. Það er voða lítið sem hann getur gert í því en maður hefur séð dæmt víti á þetta og að því sé sleppt. En boltinn er á leiðinni á okkar sóknarmann sem stendur rétt fyrir framan opið mark og þá auðvitað kallar maður eftir víti. En það er þeirra að meta það og ég virði þeirra skoðun. Þetta er bara ekki nægilega skýrt,“ segir Rúnar sem fékk gult spjald fyrir mótmæli vegna atviksins. Klikkuðu á ögurstundu Í stað þess að Fram fengi víti þá náði KA að tryggja sér sigur í leiknum með dramatísku sigurmarki í blálokin. Það var alls ekki í takti við gang leiksins, að mati Rúnars: „Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, ofan á í flestu og meira með boltann, skapa fullt af góðum stöðum. Í seinni hálfleik var þetta örlítið jafnara en við áttum ekki skilið að tapa þessum leik. Þetta er dýrt, þegar svona atriði koma upp og þér finnst að þér vegið. En við getum ekkert gert í því. Það sem við getum gert er að verjast betur fyrirgjöfum. Við verðum að verjast betur inni í teig en klikkum einu sinni, á síðustu mínútu, og töpum leiknum fyrir vikið. Jafntefli hefði verið allt í lagi en miðað við hvernig leikurinn var fannst mér við eiga að vinna,“ segir Rúnar. Stoltur af mjög löskuðu liði Hann gerði fjölda breytinga á byrjunarliði sínu eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu umferð, en segir ástæður fyrir því: „Við vorum með mjög laskað lið fyrir leikinn en ég er ofboðslega stoltur af liðinu, hvernig við spiluðum og tókum á þessu. Mér fannst við ef eitthvað er vera betri en KA í dag, og miðað við öll okkar forföll er ég sáttur. „Jannik er meiddur, Kyle er meiddur, Tryggvi er meiddur og Tiago er meiddur. Már er farinn til útlanda. Það eru fimm byrjunarliðsmenn hjá mér ekki til taks. Við erum búnir að selja tvo leikmenn til útlanda og sá þriðji er á trial. Það eru töluverð skörð höggvin í okkar hóp og breiddin sem við höfðum hefur minnkað töluvert. Brynjar Gauti var að snúa aftur í dag eftir meiðsli og lék frábærlega, og Alex Freyr var mjög tæpur eftir að hafa verið borinn út af á móti Breiðabliki fyrir nokkrum dögum,“ segir Rúnar. Besta deild karla Fram KA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Rúnar var sérstaklega óánægður með atvik undir lok leiks, í stöðunni 1-1, þegar boltinn fór í hönd Ívars Arnar Árnasonar í vítateig KA: „Ég er búinn að skoða þetta atvik. Boltinn fer í löppina á varnarmanninum og svo upp í höndina hans. Það er voða lítið sem hann getur gert í því en maður hefur séð dæmt víti á þetta og að því sé sleppt. En boltinn er á leiðinni á okkar sóknarmann sem stendur rétt fyrir framan opið mark og þá auðvitað kallar maður eftir víti. En það er þeirra að meta það og ég virði þeirra skoðun. Þetta er bara ekki nægilega skýrt,“ segir Rúnar sem fékk gult spjald fyrir mótmæli vegna atviksins. Klikkuðu á ögurstundu Í stað þess að Fram fengi víti þá náði KA að tryggja sér sigur í leiknum með dramatísku sigurmarki í blálokin. Það var alls ekki í takti við gang leiksins, að mati Rúnars: „Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, ofan á í flestu og meira með boltann, skapa fullt af góðum stöðum. Í seinni hálfleik var þetta örlítið jafnara en við áttum ekki skilið að tapa þessum leik. Þetta er dýrt, þegar svona atriði koma upp og þér finnst að þér vegið. En við getum ekkert gert í því. Það sem við getum gert er að verjast betur fyrirgjöfum. Við verðum að verjast betur inni í teig en klikkum einu sinni, á síðustu mínútu, og töpum leiknum fyrir vikið. Jafntefli hefði verið allt í lagi en miðað við hvernig leikurinn var fannst mér við eiga að vinna,“ segir Rúnar. Stoltur af mjög löskuðu liði Hann gerði fjölda breytinga á byrjunarliði sínu eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu umferð, en segir ástæður fyrir því: „Við vorum með mjög laskað lið fyrir leikinn en ég er ofboðslega stoltur af liðinu, hvernig við spiluðum og tókum á þessu. Mér fannst við ef eitthvað er vera betri en KA í dag, og miðað við öll okkar forföll er ég sáttur. „Jannik er meiddur, Kyle er meiddur, Tryggvi er meiddur og Tiago er meiddur. Már er farinn til útlanda. Það eru fimm byrjunarliðsmenn hjá mér ekki til taks. Við erum búnir að selja tvo leikmenn til útlanda og sá þriðji er á trial. Það eru töluverð skörð höggvin í okkar hóp og breiddin sem við höfðum hefur minnkað töluvert. Brynjar Gauti var að snúa aftur í dag eftir meiðsli og lék frábærlega, og Alex Freyr var mjög tæpur eftir að hafa verið borinn út af á móti Breiðabliki fyrir nokkrum dögum,“ segir Rúnar.
Besta deild karla Fram KA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira