„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 16:10 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK. Vísir/Sigurjón „Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld. „Við höfum bara undirbúið okkur fyrir það að fara að spila frá því að ákvörðun var tekin hérna á grasinu fyrir tveimur vikum um að leikurinn færi ekki fram. Þá voru ég og þáverandi þjálfari KR, Pálmi Rafn, sammála um að þetta væri besta dagsetning til að spila leikinn,“ segir Ómar sem bætir við að HK-ingar hafi síðustu daga undirbúið sig með fullan hug við það að spila í kvöld. Klippa: Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns En hvernig var að þurfa að senda menn heim í stað þess að spila leik fyrir tveimru vikum síðan? „Það var alveg pirrandi. Við höfðum verið að æfa yfir verslunarmannahelgina, sem við þurftum ekki að gera, við vorum að vinna teymið í því að undirbúa KR-leikinn og eyddum miklum tíma í það. Auðvitað var leiðinlegt að sú vinna hafi ekki nýst og hún nýtist í raun ekki í kvöld vegna þjálfaraskipta og annars. Það voru vonbrigði,“ segir Ómar Ingi og bætir við: „Og auðvitað leiðinlegt fyrir alla leikmenn, áhorfendur og annað að vera komin upp í Kór og koma sér fyrir. Búnir að hita upp og komnir inn í klefa til að vera með lokaundirbúning þegar kemur í ljós að það þarf í það minnsta að seinka þessu. Ekki skemmtilegt fyrir neinn sem þurfti að taka þátt í þessu, að neinu leyti.“ Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns KR tilkynnti málið til stjórnar KSÍ, án árangurs, svo kærði það til aga- og úrskurðarnefndar og áfrýjaði niðurstöðu hennar til áfrýjunardómstóls KSÍ. Niðurstaðan var ávallt sú sama, ekki skyldi refsa HK með 3-0 tapi, og leikurinn skyldi fara fram í kvöld. Margur hefur sakað KR-inga um það að vilja fá gefins þrjú stig og ekki viljað spila leikinn. Ómar segir eðlilegt að menn leyti réttar síns. „Er ekki almennt sem menn hafa gaman að því að tala KR niður. Ég held að þeir viti það alveg eins og aðrir. Það er því aðeins litið niður á það að þeir vilji fá sigur dæmdan. En fyrir mér held ég að það séu einstaklingar í stjórnum allra félaga sem myndu láta reyna á þetta,“ „Ég ætla ekki að dæma það að menn vilji leita réttar síns á einhvern hátt ef þeim finnst það vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Ómar sem bætir við að ef til vill sé illa vegið að HK vegna málsins. „Að mínu viti eru það ekki starfsmenn félagsins sem eru að undirbúa leikinn og annað slíkt. Það er kannski aðallega það að HK hafi að einhverju leyti verið dregið meira inn í þetta en þurfti að vera. Vonandi verður það bara leiðrétt og menn gera sér grein fyrir því hvernig er staðið að málum hérna og allt geti farið vel fram hérna í kvöld,“ En ýtir atburðarrás síðustu daga undir hvatningu HK-inga fyrir kvöldið? „Alveg örugglega einhverjir. Alveg pottþétt. Það hefur að einhverju leyti verið talað illa um félagið í þessu máli. Þannig að það eru alveg pottþétt einhverjir sem bíta það í sig . Ef svo er þá þigg ég það bara frá mínum leikmönnum,“ segir Ómar Ingi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. HK Besta deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
„Við höfum bara undirbúið okkur fyrir það að fara að spila frá því að ákvörðun var tekin hérna á grasinu fyrir tveimur vikum um að leikurinn færi ekki fram. Þá voru ég og þáverandi þjálfari KR, Pálmi Rafn, sammála um að þetta væri besta dagsetning til að spila leikinn,“ segir Ómar sem bætir við að HK-ingar hafi síðustu daga undirbúið sig með fullan hug við það að spila í kvöld. Klippa: Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns En hvernig var að þurfa að senda menn heim í stað þess að spila leik fyrir tveimru vikum síðan? „Það var alveg pirrandi. Við höfðum verið að æfa yfir verslunarmannahelgina, sem við þurftum ekki að gera, við vorum að vinna teymið í því að undirbúa KR-leikinn og eyddum miklum tíma í það. Auðvitað var leiðinlegt að sú vinna hafi ekki nýst og hún nýtist í raun ekki í kvöld vegna þjálfaraskipta og annars. Það voru vonbrigði,“ segir Ómar Ingi og bætir við: „Og auðvitað leiðinlegt fyrir alla leikmenn, áhorfendur og annað að vera komin upp í Kór og koma sér fyrir. Búnir að hita upp og komnir inn í klefa til að vera með lokaundirbúning þegar kemur í ljós að það þarf í það minnsta að seinka þessu. Ekki skemmtilegt fyrir neinn sem þurfti að taka þátt í þessu, að neinu leyti.“ Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns KR tilkynnti málið til stjórnar KSÍ, án árangurs, svo kærði það til aga- og úrskurðarnefndar og áfrýjaði niðurstöðu hennar til áfrýjunardómstóls KSÍ. Niðurstaðan var ávallt sú sama, ekki skyldi refsa HK með 3-0 tapi, og leikurinn skyldi fara fram í kvöld. Margur hefur sakað KR-inga um það að vilja fá gefins þrjú stig og ekki viljað spila leikinn. Ómar segir eðlilegt að menn leyti réttar síns. „Er ekki almennt sem menn hafa gaman að því að tala KR niður. Ég held að þeir viti það alveg eins og aðrir. Það er því aðeins litið niður á það að þeir vilji fá sigur dæmdan. En fyrir mér held ég að það séu einstaklingar í stjórnum allra félaga sem myndu láta reyna á þetta,“ „Ég ætla ekki að dæma það að menn vilji leita réttar síns á einhvern hátt ef þeim finnst það vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Ómar sem bætir við að ef til vill sé illa vegið að HK vegna málsins. „Að mínu viti eru það ekki starfsmenn félagsins sem eru að undirbúa leikinn og annað slíkt. Það er kannski aðallega það að HK hafi að einhverju leyti verið dregið meira inn í þetta en þurfti að vera. Vonandi verður það bara leiðrétt og menn gera sér grein fyrir því hvernig er staðið að málum hérna og allt geti farið vel fram hérna í kvöld,“ En ýtir atburðarrás síðustu daga undir hvatningu HK-inga fyrir kvöldið? „Alveg örugglega einhverjir. Alveg pottþétt. Það hefur að einhverju leyti verið talað illa um félagið í þessu máli. Þannig að það eru alveg pottþétt einhverjir sem bíta það í sig . Ef svo er þá þigg ég það bara frá mínum leikmönnum,“ segir Ómar Ingi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
HK Besta deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira