Duvnjak búinn að lofa Degi Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2024 11:33 Domagoj Duvnjak hefur lengi verið í hópi stærstu stjarna handboltans. Getty/Marcus Brandt Eftir Ólympíuleikana í París í sumar og orð sem Domagoj Duvnjak, skærasta stjarna Króata í handbolta, lét falla benti allt til þess að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Dag Sigurðsson. Svo er hins vegar ekki. Duvnjak er orðinn 36 ára gamall og ljóst að stórmótin sem hann spilar á verða ekki mikið fleiri. Hann var í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í sumar en eftir dvölina á leikunum, sem var styttri en vonir stóðu til, hljómaði Duvnjak eins og hann íhugaði að hætta í landsliðinu: „Ég hef átt frábæran tíma með þessum strákum en ég á þrjá krakka heima. Ég þarf að leggjast undir feld og ákveða hvernig framhaldið verður,“ sagði Duvnjak samkvæmt 24 Sata. Vill kveðja á HM á heimavelli Nú hefur hann hins vegar hugsað sig vel um og ákveðið að spila að minnsta kosti með landsliðinu í janúar á næsta ári, þegar heimsmeistaramótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. „Ég hef þegar rætt við Dag Sigurðsson þjálfara. Ef að landsliðið þarf á mínum kröftum að halda á HM þá er ég tilbúinn að spila fyrir Króatíu í síðasta sinn,“ sagði Duvnjak. Þrátt fyrir sigra gegn Japan og Þýskalandi þá missti Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, naumlega af sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.Getty/Igor Kralj Duvnjak gæti því kvatt landsliðið á heimavelli eftir dygga þjónustu, og góðar líkur eru á að einn af síðustu leikjunum yrði þá gegn Íslandi í milliriðlakeppni HM. Í 24 Sata segir að niðurstaðan í París hafi einfaldlega ekki verið viðeigandi endalok fyrir Duvnjak. Hann verðskuldi medalíu og helst gull, en króatíska liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Duvnjak er orðinn 36 ára gamall og ljóst að stórmótin sem hann spilar á verða ekki mikið fleiri. Hann var í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í sumar en eftir dvölina á leikunum, sem var styttri en vonir stóðu til, hljómaði Duvnjak eins og hann íhugaði að hætta í landsliðinu: „Ég hef átt frábæran tíma með þessum strákum en ég á þrjá krakka heima. Ég þarf að leggjast undir feld og ákveða hvernig framhaldið verður,“ sagði Duvnjak samkvæmt 24 Sata. Vill kveðja á HM á heimavelli Nú hefur hann hins vegar hugsað sig vel um og ákveðið að spila að minnsta kosti með landsliðinu í janúar á næsta ári, þegar heimsmeistaramótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. „Ég hef þegar rætt við Dag Sigurðsson þjálfara. Ef að landsliðið þarf á mínum kröftum að halda á HM þá er ég tilbúinn að spila fyrir Króatíu í síðasta sinn,“ sagði Duvnjak. Þrátt fyrir sigra gegn Japan og Þýskalandi þá missti Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, naumlega af sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.Getty/Igor Kralj Duvnjak gæti því kvatt landsliðið á heimavelli eftir dygga þjónustu, og góðar líkur eru á að einn af síðustu leikjunum yrði þá gegn Íslandi í milliriðlakeppni HM. Í 24 Sata segir að niðurstaðan í París hafi einfaldlega ekki verið viðeigandi endalok fyrir Duvnjak. Hann verðskuldi medalíu og helst gull, en króatíska liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“