Bjartsýnt og betra samfélag Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 16:00 Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma. Eflum þjónustu á meðan við bíðum Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman. Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll. Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. Sparnaður fyrir fjölskyldur Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað. Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum. Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Samgöngur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma. Eflum þjónustu á meðan við bíðum Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman. Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll. Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. Sparnaður fyrir fjölskyldur Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað. Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum. Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt. Höfundur er innviðaráðherra.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun