KR slítur samstarfinu „án nokkurs fyrirvara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:24 KR og Grótta hafa verið í samstarfi í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna undanfarin ár. Vísir/Samsett KR hefur slitið samstarfi við Gróttu í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu segir að ákvörðunin hafi verið tilkynnt án nokkurs fyrirvara og komið þeim að óvörum. Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann. Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann.
Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira