Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. ágúst 2024 07:02 Stemningin á Kaffi Flóru í fyrra. Önnur tónleikaröð Kaffi Flóru í Laugardalnum í tilefni haustsins hefst í dag þegar Hipsumhaps stígur á svið. Eigandi kaffihússins segir Kaffi Flóru bjóða upp á einstaka stemningu þar sem blóm umlykja tónleikagesti á meðan tónleikum stendur. „Þetta er svo sérstakt rými og mig langaði að nýta það í meira en bara veitingarekstur,“ segir Þorkell Andrésson en hann tók við rekstri veitingastaðarins í fyrra. Kaffi Flóra er í miðjum Grasagarðinum í Laugardalnum og er óhætt að segja að gestir séu í miklum tengslum við náttúruna á staðnum. Haldnir verða reglulegir tónleikar fjölbreytts hóps listafólks á fimmtudögum frá og með þessari viku og þar til í október. Hipsumhaps stígur fyrst á svið í kvöld klukkan átta, Gugusar fimmtudag eftir viku 29. ágúst, Hjálmar þann 12. september, Valdimar og Örn viku síðar, Pétur Ben þann 26. september, KK þann 3. október, Nanna, RAKEL og Salóme Katrín viku síðar og svo Bogomil Font fimmtudaginn 17. október. Þorkell segist vona að veitingastaðurinn nái með þessu að stimpla sig inn sem alvöru tónleikastaður á höfuðborgarsvæðinu. Hann sé meira en bara blómasafn og veitingastaður. „Það myndast svo falleg og náin stemning hér á tónleikum, í þessari einstöku birtu hérna inni og í hlýleika blómanna,“ segir Þorkell. Tónlist Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er svo sérstakt rými og mig langaði að nýta það í meira en bara veitingarekstur,“ segir Þorkell Andrésson en hann tók við rekstri veitingastaðarins í fyrra. Kaffi Flóra er í miðjum Grasagarðinum í Laugardalnum og er óhætt að segja að gestir séu í miklum tengslum við náttúruna á staðnum. Haldnir verða reglulegir tónleikar fjölbreytts hóps listafólks á fimmtudögum frá og með þessari viku og þar til í október. Hipsumhaps stígur fyrst á svið í kvöld klukkan átta, Gugusar fimmtudag eftir viku 29. ágúst, Hjálmar þann 12. september, Valdimar og Örn viku síðar, Pétur Ben þann 26. september, KK þann 3. október, Nanna, RAKEL og Salóme Katrín viku síðar og svo Bogomil Font fimmtudaginn 17. október. Þorkell segist vona að veitingastaðurinn nái með þessu að stimpla sig inn sem alvöru tónleikastaður á höfuðborgarsvæðinu. Hann sé meira en bara blómasafn og veitingastaður. „Það myndast svo falleg og náin stemning hér á tónleikum, í þessari einstöku birtu hérna inni og í hlýleika blómanna,“ segir Þorkell.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira