„Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki verið að spara sig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 21:54 Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Vísir/Anton Brink Sölvi Ottesen stýrði Víkingum í fjarveru þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Hann sagði frammistöðu Víkinga í dag ólíka því sem þeir eru vanir að sýna. „Það er mikið svekkelsi. Við ætluðum okkur þrjú stig í dag og ætluðum okkur að sýna betri framimstöðu. Þá er ég sérstklega að tala um fyrri hálfleikinn, við vorum bara ekki mættir til leiks þar,“ sagði Sölvi þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi við hann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Fyrri hálfleikur Víkinga var ekki góður og gerði Sölvi meðal annars fjórar breytingar að honum loknum. „Við vorum alltof mjúkir, töpuðum held ég öllum návígjum úti á vellinum. Það var skrýtið að horfa upp á þetta. Þetta er svo langt frá því sem við erum vanir frá okkar liði þar sem við erum að mæta í einvígin. Við höfðum gott fordæmi frá síðasta leik úti í Tallinn, fyrri hálfleikur varð bara okkur að falli í dag.“ Hann sagðist ætla að vona að menn hefðu ekki verið að spara sig fyrir næstu leiki en Víkingar spila í Sambandsdeildinni á fimmtudag og eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í riðlakeppni þeirrar keppni. „Það á ekki að vera þannig, alls ekki. Við erum alveg í nógu góðu standi og með nógu stóran hóp til að skipta ef menn eru þreyttir. Þannig að það er ekki skýringin, við erum með fulla orku og það á ekki að vera hugarfarið að hvíla eða spara þig í einhverjum leik.“ „Við vissum að við værum að mæta hörkuliði sem er í toppnum og þú hefur ekkert efni á því að spara þig í þannig leikjum. Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki verið að spara sig,“ bætti Sölvi við en Víkingur og Breiðablik eru nú jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar eftir sigur Blika á Fram í Kópavoginum í kvöld. Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
„Það er mikið svekkelsi. Við ætluðum okkur þrjú stig í dag og ætluðum okkur að sýna betri framimstöðu. Þá er ég sérstklega að tala um fyrri hálfleikinn, við vorum bara ekki mættir til leiks þar,“ sagði Sölvi þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi við hann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Fyrri hálfleikur Víkinga var ekki góður og gerði Sölvi meðal annars fjórar breytingar að honum loknum. „Við vorum alltof mjúkir, töpuðum held ég öllum návígjum úti á vellinum. Það var skrýtið að horfa upp á þetta. Þetta er svo langt frá því sem við erum vanir frá okkar liði þar sem við erum að mæta í einvígin. Við höfðum gott fordæmi frá síðasta leik úti í Tallinn, fyrri hálfleikur varð bara okkur að falli í dag.“ Hann sagðist ætla að vona að menn hefðu ekki verið að spara sig fyrir næstu leiki en Víkingar spila í Sambandsdeildinni á fimmtudag og eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í riðlakeppni þeirrar keppni. „Það á ekki að vera þannig, alls ekki. Við erum alveg í nógu góðu standi og með nógu stóran hóp til að skipta ef menn eru þreyttir. Þannig að það er ekki skýringin, við erum með fulla orku og það á ekki að vera hugarfarið að hvíla eða spara þig í einhverjum leik.“ „Við vissum að við værum að mæta hörkuliði sem er í toppnum og þú hefur ekkert efni á því að spara þig í þannig leikjum. Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki verið að spara sig,“ bætti Sölvi við en Víkingur og Breiðablik eru nú jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar eftir sigur Blika á Fram í Kópavoginum í kvöld.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira