Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. ágúst 2024 21:49 Ísak Snær skorar og skorar (og skorar). Vísir/Ernir Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira