„Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:37 Ten Hag ræðir við hetjuna Joshua Zirkzee áður en Hollendingurinn kemur inn á völlinn í kvöld. Vísir/Getty Varamenn Manchester United tryggðu liðinu sigur í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Fulham í kvöld. Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag var ánægður með byrjunina á deildinni. „Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“ Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
„Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“
Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira