„Mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 15:31 Systurnar geta leikið eftir afrek fyrri ára í kvöld. vísir Ásta Eir Árnadóttir leiðir lið Breiðabliks út á Laugardalsvöll í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. „[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira